Fimmtudagur 17. ágúst kl. 20:00 kirkjan

Opnunartónleikar

Hlöðver Sigurðsson tenór

Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór

Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran

Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Fluttir verða dúettar og dægurlög í bland við aríur. Verk eftir t.d. Bjarna Þorsteinsson, Sigfús Halldórsson, Ingibjörgu Þorbergs og aríur eftir Donizetti, Bizet o.fl.

mirtillo

Föstudagur 18. ágúst kl. 20:00 kirkjan

Hulda Jónsdóttir fiðla

Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Ólöf Sigursveinsdóttir selló

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason leiða saman hesta sína. Fluttar verða tvær franskar fiðlusónötur eftir þá meistara Francis Poulenc og Camille Saint-Saëns. Auk þessa höfuðverka fyrir einleiksfiðlu verður flutt píanótríó eftir L.v. Beethoven – “Drauga tríó”.  Í píanótríóinu slæst Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari í för með tvíeykinu

mirtillo

Laugardagur 19. ágúst kl. 14 Pálshús

Barna- og unglingatónleikar fyrir alla fjölskylduna!

Stelpurófan rappar/Rappsmiðja í Pálshúsi

Stelpurófan er einn meðlimur hljómsveitarinnar Krakk og Spaghettí og semur heillandi texta. Stundum nokkuð rótttæka rapptexta þar sem kemur fyrir náttúra landsins og vernd hennar. Stelpurófan mun rappa fjörug lög allt frá Lagarfljótsorminum til Fresca.

Eftir tónleikana sem eru um 20 mínútur mun Stelpurófan segja frá rappinu sem er ekki bara textasmíðin ein heldur  þarf einnig að prófa sig áfram með takt og hryn, undirleikinn. Hann er rafræn tónlist og fá gestir að skyggnast inní þennan skemmtilega listheim með umræðum og spurningum og um leið kynnast listakonunni Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur sem hefur valið listamannsnafnið Stelpurófan

Allir velkomnir!

Laugardagur 19. ágúst kl. 15:30

Hornbrekka Dvalarheimili aldraðra

Kvæðamannafélagið Ríma

Félagið er hópur alþýðufólks frá Ólafsfirði og Siglufirði

Fluttar verða eldri og nýrri rímur. Rímur eru kveðnar af áhugafólki víðsvegar um landið í okkar samtíma og því er um lifandi list að ræða

Allir velkomnir!

Laugardagskvöld 19. ágúst

Menningarhúsið Tjarnarborg

Tapas og tónlist í Tjarnarborg

Stórtónleikar með söng og tónlist frá Spáni

Kokkurinn Ida Marguerite Semey framkallar seiðmagnaða tapasrétti og býður uppá vínsmökkun

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran

Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór

Hlöðver Sigurðsson tenór

Frédérique Friess sópran

Margrét Hrafnsdóttir sópran

Hulda Jónsdóttir fiðla

Ave Tonisson dragspil

Ólöf Sigursveinsdóttir selló

Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Húsið opnar kl. 18:30

Borðhald hefst kl. 19:00

mirtillo


Sunnudagur 20. ágúst kl. 11:00 Ólafsfjarðarkirkja

Berjamessa

Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran syngur sönglög eftir

Sigursveinn Magnússon leikur á píanó

Sigursvein D. Kristinsson tónskáld og náttúruunnanda úr Ólafsfirði.

Sr. Sigríður Munda þjónar fyrir altari

Sunnudagur 20. ágúst kl. 13:00 Ólafsfjörður

 ,,KÆRLEIKSGANGA” í Ólafsfirði

Höfug aðalbláber og ólafsfirskir ástarpungar!

María Bjarney Leifsdóttir íþróttakennari leiðir létta göngu inn í einn af grösugum dölum Ólafsfjarðar og skoðuð flóra jarðar. Hist við Pálshús kl. 13 og komið til baka kl. 15.  Í göngunni bjóða Berjadagar uppá nýbakaða ástarpunga bakaða um morguninn uppí Brekku. Allir velkomnir!

Allir velkomnir!

montagnole