Tónlistarhátíðin Berjadagar 17.-19. ágúst

Tónlistarhátíðin Berjadagar fer fram í Ólafsfirði 17.-19. ágúst. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og ýmsir viðburðir í boði á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Opnunartónleikarnir „Líttu sérhvert sólarlag“ verða í Ólafsfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldinu þar sem flutt verða þekkt ljóð og aríur. Á föstudagskvöldinu verða kammertónleikarnar „Reimleikar” í kirkjunni og Stelpurófan rappar fyrir börn og unglinga á laugardeginum. Gestir eru hvattir til að tryggja sér miða á  „Tapas og tónlist í Tjarnarborg“ sem fram fer laugardagskvöldið 19. ágúst í Menningarhúsinu þar sem gestir munu gæða sér á tapasréttum og ljá suðrænni tónlist eyra. Bjarni Frímann Bjarnason kemur fram ásamt glæsilegum hópi tónlistarmanna og söngvara. Sérstakur gestur hátíðarinnar að þessu sinni er þýska söngstjarnan Frédérique Friess. Klykkt er út með Berjamessu og gönguferð sunnudaginn 20. ágúst.

mirtillo

The 19th annual Blueberry Music Festival will be held in Ólafsfjörður August 17th-19th 2017. This family-friendly festival consists of daily interesting events and classical concerts in the evening. Admission is free for guests 18 years and younger and a childrens concert takes place on Saturday the 19th in the charming venue Pálshús. The grand finale “Tapas and Music” has a Spanish flair as guests will enjoy tapas courses while they listen to renowned Icelandic classical singers perform. On Sunday the 20th the festival will host a free guided walk in the blueberry blue hiking paradise of Ólafsfjörður.