Hulda.berjadagar IIHulda Jónsdóttir, fædd 1991, hóf fiðlunám í Reykjavík fjögurra ára gömul við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur. Eftir viðkomu í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Lilju Hjaltadóttur og MacPhail Center for Music í Minneapolis lauk hún diplómaprófi frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttir vorið 2009 og hóf um haust sama ár nám við The Juilliard School í New York. Hún nam þar í borg um sex ára skeið hjá Robert Mann, David Chan og Laurie Smukler og lauk Master of Music gráðu frá Juilliard vorið 2015. Síðan námi lauk hefur Hulda starfað í Þýskalandi og leikur um þessar mundir með Ensemble Resonanz. Sem einleikari og kammertónlistarmaður hefur hún t.d. tvívegis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og með kammersveitinni í Morelos, Mexíkó auk þess að leika á ýmsum hátíðum í Evrópu til að mynda PODIUM Esslingen og Festspiele Mecklenburg Vorpommern. Hún hefur einnig leikið með Philharmoniker Hamburg, sem gestur með Rotterdams Philharmonisch Orkest og lék um nokkurra mánaða skeið til reynslu sem 2. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2016. Hulda hefur frá árinu 2006 leikið á fiðlu smíðaða af Vincenzo Sannino og boga eftir Victor Fetique, en hvoru tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton Foundation í Chicago.


Bjarni-Frímann-Bjarnason.berjadagarBjarni Frímann Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hann stundaði nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlaunin í ljóðasöngkeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lindberg í sömu borg.
Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar, en hefur einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur.


 

ajaxmailÞorsteinn Freyr Sigurðsson, Tenór. Þorsteinn fæddist 1984 á Siglufirði. Hann hóf söngnám árið 2005 hjá Elísabetu Erlingsdóttir við Tónskóla Reykjavíkur. Frá 2007 til 2010 hélt hann námi sínu áfram með Elísabetu en í þetta sinn við Listaháskóla Íslands. Eftir það hóf hann nám við hinn vorta tónlistarháskóla HfM Hanns Eisler í Berlín þar sem hann lauk mastersgráðu í söng árið 2013 þar sem hann lærði undir handleiðslu Prof. Scot Weir og eftir útskrift með Prof. Janet Williams. Árið 2014 hóf Þorsteinn störf við Óperuhúsið Theater Ulm í suður-þýskalandi til ársins 2017. Þorsteinn söng fjölmörg hlutverk við óperuhúsið í Ulm þ.m.t. Camille de Rossillon í Die lustige Witwe eftir Franz Lehár, Eurimaco í Il ritorno d’Ulisse in patria eftir Claudio Monteverdi, Ferrando í Cosi fan tutte eftir W. A. Mozart, Bob Boles í Peter Grimes eftir B. Britten, Pong í Turandot eftir G. Puccini, Don Ottavio í Don Giovanni eftir W. A. Mozart, Mercedes del Rossa í Schön ist die Welt eftir F. Lehár, Schmidt í Werther eftir Jules Massenet, ónefnt hlutverk í heimsfrumsýningu werksins Treibgut eftir Alexander Balanescu, Edmondo/Maestro di Ballo/Lampinaio í Manon Lescaut eftir G. Puccini og síðast Nemorino í L’elisir d’Amore eftir G. Donizetti. Þorsteinn er nú búsettur á Íslandi og starfar við söng í heimalandinu á ný. Auk þess hefur Þorsteinn mikla reynslu af ljóðasöng á ýmsum tónleikum í þýskalandi sem og á íslandi.


il tenorHlöðver Sigurðsson. Tenór. Hlöðver er fæddur á Siglufirði. Á unglingsárum stundaði hann nám á trompet við Tónlistarskóla Siglufjarðar og tók svo upp þráðinn að nýju árið 1997 þegar hann hóf söngnám hjá Antoníu Hevesi. Hlöðver lauk 8. stigs prófi frá Tónlistarskóla Siglufjarðar í apríl árið 2001.
Veturinn 2001-2002 stundaði Hlöðver framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London hjá prof. Rudolf Piernay. Frá 2002-2007 stundaði Hlöðver nám við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg þar sem aðalkennarar hans voru prof. Martha Sharp og prof. Wolfgang Holzmair.
Hlöðver stundaði frá árinu 2007-2009 einkanám hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu. Hlöðver hefur tekið þátt í fjölmörgum tónleikum meðal annars í Ungverjalandi, Frakklandi, Austurríki og Ítalíu.


_MG_0290Hanna Þóra Guðbrandsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005. Hún hefur stunda söngnám bæði í Kaupmannahöfn, Berlín og Osló síðustu árin.
Hún hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a. Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.
Hanna Þóra hefur sungið ýmis hlutverk og má þar nefna hlutverk Genovefa úr Systir Angelica eftir Puccini, Greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart  og hlutverk Fiordiligi í Cosí fan tutte eftir Mozart. Hlutverk Ines í Óperunni Il Trovatore eftir Verdi. Hlutverk Serpinu úr La serva Padrona eftir Pergolesi. Hlutverk Daggarálfsins og Óla lokrbrá í barnaóperunni Hans og Grétu. Hanna Þóra var einsöngvari í Óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarsson og Friðrik Erlingsson sem sett var upp af Íslensku Óperunni vorið 2014. Hún fór líka með hlutverk í óperunni Skáldið og Biskupsdóttirinn eftir þær Alexöndru Chernyshova og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem var frumflutt í Hallgrímskrikju í Saurbæ vorið 2014. Hanna Þóra söng sópran hlutverkið í Oratorio de Noél eftir Camilli Saint Saens í desember 2014.Hún syngur í tónleikaröð Classical Concert Company Reykjavík,sem fer fram í Hörpu ár hvert.Sumarið 2008 var Hanna Þóra valin til þess að syngja í Internationaler Hans Gabor Belvedere competiton. Það er ein stærsta keppni í heimi fyrir unga og upprennandi óperusöngvara.Hún hefur marg oft haldið tónleika, sungið sem einsöngvari með Ýmsum kórum og við Kirkjulegar athafnir.Hún var bæjarlistamaður Akraness árið 2011.Í júlí 2015 söng Hanna Þóra Hlutverk Gerhilde í Die Walkure eftir Wagner í Norsku Óperunni.


IMG_535_6_2Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran. Sigrún hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thomas, í Kalamazoo, Bandaríkjunum í söngstúdíói Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

 

 

 

IMG_0257Sigursveinn Magnússon, píanó. Að loknu nám hér heima í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar stundaði Sigursveinn Magnússon framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og síðar við Western Michigan University í Bandaríkunum. Þessi ár lagði hann stund á nám í hornleik, píanóleik og hljómsveitarstjórn. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Vínarborg og dvaldi eitt námsár í Danmörku. Ásamt störfum sínum sem tónlistarskólastjóri hefur Sigursveinn starfað að félags- og skipulagsmálum á sviði tónlistar, verið virkur sem útsetjari, kvæðamaður, kórsöngvari og meðleikari og stjórnað hljómsveitum og kórum.

olöf_cello_1Ólöf Sigursveinsdóttir fór í fyrsta sellótímann sinn 6 ára gömul.  Meðal kennara hennar voru Nora Kornblueh og Bryndís Halla Gylfadóttir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Gunnar Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir eitt ár sem fastráðinn hljóðfæraleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt Ólöf til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hún innritaðist í einleikaradeild Listaháskólans og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2001. Þar naut hún leiðsagnar Prof. Hans Häublein og stundaði nám í stjórnun auk sellóleiksins. Síðan Ólöf lauk námi hefur hún meðal annars lagt stund á flutning gamallar tónlistar og er einn af stofnendum Barokkbandsins ReykjavíkBarokk sem hefur haldið fjölda tónleika á sl árum víða um land. Ólöf hefur haldið tónleika í Danmörku, Þýskalandi, Sviss og á Íslandi. Ásamt Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu gaf hún út geisladiskinn “Hjartahljóð”. Á honum eru íslensk þjóðlög í útsetningum Sigursveins D. Kristinssonar og Hallgríms Jakobssonar.  Frá árunum 2008-2011 starfaði Ólöf sem dagskrárgerðarmaður á rás 1. Sem stendur leikur hún með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfar sem sellókennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Ólöf er nýkomin úr Skálholti þar sem ReykjavíkBarokk kom fram á Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Berjadaga síðan árið 2013.


ajaxmail-1Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran stundaði framhaldsnám í Glasgow við The Royal Conservatoire of Scotland þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá óperudeild skólans sumarið 2014 undir handleiðslu Clare Shearer.
Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir leiðsögn Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa býr og starfar á Íslandi þar sem hún er meðlimur í kór íslensku óperunnar og kemur fram sem einsöngvari við hin ýmsu tilefni. Hún undirbýr nú fyrsta óperuhlutverk sitt á Íslandi, titilhlutverkið í The old maid and the thief eftir Menotti sem sýnt verður í Samkomuhúsinu á Akureyri þann 26.ágúst nk.

 

 


Frédérique Friess 4

Frédérique Friess sópransöngkona er fædd í Strassbourg og stundaði nám í Tónlistarháskólanum í Stuttgart hjá Luisa Bozabalian. Frédérique var valin bjartasta vonin á sjónvarpsstöðinni ARTE í upphafi ferils síns og var uppfrá því á samning hjá óperuhúsinu í Mannheim, Hamburg og í nokkrum borgum Tékklands. Hún hefur sungið einsöng með fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum þ.m.t. Útvarpshljómsveitinni í Prag þar sem hún flutti aríur eftir L.v.Beethoven.

Süd-West-Rundfunk hefur hljóðritað söng hennar og nú síðast í apríl frumflutti áður óþekkta óperu eftir Wagner, ,,Die Feen”. Frédérique hefur einu sinni áður sungið á Berjadögum.

 

 

ValdiÞorvaldur Már Guðmundsson – ferilskrá
Þorvaldur Már hóf nám í klassískum gítarleik hjá Leifi Vilhelm Baldurssyni í
Ársbyrjun 1989. Hann lauk 6.stigi í gítarleik frá Tónlistarskóla Húsavíkur vori› 1994 ásamt stúdentsprófi af náttúrufræ›i og tónlistarbraut frá Framhaldsskólanum á Húsavík.Hausti› 1996 hóf hann nám vi› Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og var hans a›alkennari flar Símon H.Ívarsson. fia›an lauk fiorvaldur VIII stigi og kennaraprófi vori› 2000. Me›fram kennaranáminu stunda›i hann einnig nám í rafgítar og bassaleik í tónlistarskóla F.Í.H. og voru kennarar hans flar Hilmar Jensson og Birgir Baldursson.
Veturinn 2000-2001 stunda›i hann framhaldsnám í klassískum gítarleik í Escola Luthier í Barcelona hjá Arnaldi Arnarsyni og einnig stunda›i hann nám í flamenco gítarleik hjá Manuel Granados í Concervartory de Liceu í Barcelona og lauk III stigi í flamenco gítarleik. Á árunum 2003-2010 var hann í einskonar fjarnámi hjá Manuel Granados, tók reglulega tíma hjá honum og Bernat Cisneros de Piug og lauk prófum. Sumari› 2010 lauk hann svo VIII stigi í flamenco gítarleik í Concervartory de Liceu í Barcelona. fiorvaldur hefur einnig sótt ýmis masterklass námskei› t.d. hjá David Russel, Göran Sölsher og Manuel Barrueco. fiorvaldur hefur starfa› sem Hljó›færakennari frá árinu 1996 en í fullu starfi frá hausti 2001 vi› Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Frá hausti 2016 mun hann starfa sem stundarkennari í flamenco gítarleik vi› Listaháskóla Íslands. Hann hefur einnig komi› fram sem gítarleikari á tónleikum og vi› ýmis tilefni á Íslandi og á Spáni.


fotoMargrét Hrafnsdóttir, sópransöngkona,lauk 1998 8. stigi hjá Sieglinde Kahmann frá Tónlistarskóla Reykjavíkur, en einnig 8. stigi á píanó hjá Selmu Guðmundsdóttur. Margrét lauk söngkennara- og einsöngvaradiplómi frá tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Einnig lauk hún prófi frá ljóðadeild tónlistarháskólans hjá Cornelis Witthoefft.  Margrét hlaut styrk hjá Wagnerfélaginu í Stuttgart til að fara til Bayereuth og í framhaldi af því hélt hún einnig tónleika hjá Wagnerfélaginu. Margrét tók þátt í frumflutningi óperunnar “Die Historie von der schönen Lau” eftir Gerhard Konzelmann í Blaubeuren, Þýskalandi. Á efnisskrám hennar eru óperettur eins og „Giuditta“ eftir Lehar og „Leðurblakan“ eftir Strauss en einnig óperaríur eftir Puccini, Verdi og Wagner. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss og Ítalíu. Margrét starfar sjálfstæ tt sem söngkona og söngkennari.

2007 gaf hún út ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur, sellóleikara geisladiskinn „Hjartahljóð“, íslensk þjóðlög. Einnig fengu þær styrk frá Hlaðvarpanum til ad láta semja fyrir sig verk, „Heimtur“, sem frumflutt var í Berlín 2011 eftir Ingibjörgu Azima. 2015 kom út diskurinn „Vorljóð á Ýli“ með þeim lögum.

 

montagnole