Berjadagar tónlistarhátíð 1.- 4. ágúst 2019

Tónlistarhátíðin Berjadagar verður haldin í fyrsta skipti um Verslunarmannahelgi,  1.-4. ágúst næstkomandi. Hátíðin sem haldin verður í tuttugasta og fyrsta sinn í Ólafsfirði fer af stað fimmtudaginn 1. ágúst með kraftmiklu upphafskvöldi. Kvöldið hefst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti Spilmanna Ríkínís í kirkjunni. Því næst rölta gestir saman yfir í hljómleikasal Menningarhússins Tjarnarborg þar sem haldið verður áfram inn í norðlenska nótt með bæjarlistamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga. Ekki má missa af hátíðarkvöldi með einvalaliði íslenskra einsöngvara og einleikara  2. ágúst en síðar sama kvöld stígur tvíeykið Hundur í óskilum fram á sviðið. Morgunstund með söng fyrir börn og fullorðna prýðir dagskrá laugardagsins 3. ágúst. Sviðsuppfærsla á 1. þætti La Traviata markar tímamót og verður flutt í Menningarhúsinu ásamt galsafengnum ítölskum og rússneskum aríum.  Sem fyrr verður gengið með Maríu Bjarney inn í dal til að leggjast í móinn og tína fjallagrös, göngutúr sem fjölskyldan getur notið saman í kyrrð og fegurð fjarðarins. „Hátíðarbrunch“ með djassívafi og Femke Smit á Kaffi Klöru slær botninn í helgina.

Fjöldi listamanna kemur fram á Berjadögum 2019. Þeir  eru meðal annars Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Femke Smit, Páll Palomares, Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Ásta Sigríður Arnardóttir, David Bollen, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Ágúst Ólafsson, Hugi Jónsson, Tómas Haarde, Jón Þorsteinsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Björg Jóhannesdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Ingrid Nugteren, Lilja Gísladóttir, Jón Ingi Stefánsson, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Örvar Már Kristinsson, Ólöf Sigursveinsdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Sigursveinn Magnússon, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, tvíeykið Hundur í óskilum skipað Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, brasilíska bandið með Rodrigo Lopes, Rodrigo Guito Thomas og Stefáni Daða Ingólfssyni, og að venju leiðir María Bjarney Leifsdóttir gönguna inn Árdalinn.

mirtillo

Styrktaraðilar:Kennimerki Uppbyggingarsjóðs
Bæjarsjóður Fjallabyggðar
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Tónlistarsjóður
Arion banki, Fjallabyggð
Árni Helgason ehf
Norðurorka ehf
BMV ehf
Rammi hf
Vélfag ehf
Hótel Brimnes
Gistihús Jóa
Samkaup Úrval
Fjárframlag til minningar um Emmu Jónsdóttur og Jón Steindór Frímannsson

Framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi:
Ólöf Sigursveinsdóttir
berjadagar.artfest@gmail.com / olofsi@gmail.com
sími: 615-2231

Kynningarfulltrúi:Unknown
Kristín Mjöll Jakobsdóttir, sími: 846-7816

Samstarfsaðilar:
Kaffi Klara – netfang: gisthusjoa@gmail.com (Ída)
Menningarhúsið Tjarnarborg Ólafsfirði – tjarnarborg@fjallabyggd.is

Grafísk hönnun: Anna Fríða Giudice
Prentun: Pixel

Aðstoð við framkvæmd:
Anna María Guðlaugsdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, María Bjarney Leifsdóttir, Salka Guðmundsdóttir, Sigursveinn Magnússon, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Snjólaug Kristinsdóttir og Örn Bragason.

montagne