ELJAmembers

Kammersveitin Elja er skipuð ungu, íslensku tónlistarfólki sem hafa einbeitt sér að ferli sem einleikarar, hljómsveitaspilarar og við hljómsveitarstjórn. Elja hefur undanfarin ár skipað sér sess sem ein af fremstu kammersveitum landsins og hefur vakið athygli fyrir líflegan og ferskan flutning. Sveitin hefur komið reglulega fram síðan 2017 og hefur haldið tónleika í hinum ýmsu húsakynnum, svo sem Gömlu kartöflugeymslunum, Hörpu, Iðnó, Gamla bíó og Tjarnarbíó. Um tónsprotann heldur einn af stofnendum Elju, Bjarni Frímann Bjarnason.
Margir meðlima Elju stunduðu saman nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands áður en þeir héldu í frekari háskólanám. Undanfarin ár hafa hljóðfæraleikarnir lagt metnað sinn í að samstilla sveitina sem einingu en markmið hljómsveitarinnar er að bjóða upp á kraftmikinn og lifandi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og mun hún takast á við allar þær stefnur og form sem hljóðfæraleikararnir leitast eftir að túlka. Kammersveitin hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og var  tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2019 sem flytjandi ársins (hópar) í flokknum Sígild- og samtímatónlist.

www.eljaensemble.com

www.instagram.com/eljakammersveit

@eljakammersveit

IMG_3144-EinarBjartur (1)Einar Bjartur Egilsson hóf píanónám 7 ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Guðríði St. Sigurðardóttir og Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Haustið 2010 hóf hann svo nám í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í Janúar það ár lék hann einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frá 2013 – 2015 stundaði hann meistaranám í Konservatoríinu í Maastricht, Hollandi hjá dr. Katiu Veekmans. Í desember 2014 hlaut hann styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu að nafni Heimkoma með eigin tónsmíðum. Hann hefur spilað á tónlistarhátíðum í Hollandi og starfað með kórum bæði þar og hér heima.
Um þessar mundir starfar hann sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga. Einar hefur haldið tónleika reglulega undanfarið með ýmsum tónlistarmönnum m.a. Chrissie Telmu ásamt því að koma fram sem einleikari annað slagið. Nýlega gaf hann út tvær hljómplötur með píanóverkum eftir Svissneska tónskáldið Frank Baumann og er þessa dagana að vinna að nýrri hljómplötu með eigin tónlist.
www.einarbjartur.com

ChrissieChrissie Telma Guðmundsdóttir útskrifaðist með Diploma gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Tveimur árum seinna útskrifaðist hún með B.Mus gráðu undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Árið 2014 flutti Chrissie til Arizona sem Fulbright styrkþegi og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona State University undir handleiðslu Prof. Danwen Jiang árið 2016. Chrissie hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 2012, Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna 2016 og Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins 2018. Hún starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskóla Rangæinga , Nýja Tónlistarskólann og Allegro Suzukitónlistarskólann og er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Chrissie er með 3. stig í Suzuki kennararréttindanámi og vinnur nú að næstu stigum.
www.chrissiegudmunds.com

mynd1Jónas Ásgeirsson er klassískur harmóníkuleikari búsettur í Kaupmannahöfn þar sem
hann er á öðru ári í meistaranámi við Konunglega danska tónlistarháskólann undir leiðsögn Geir Draugsvoll, einum virtasta harmóníkukennara-og einleikara í Evrópu. Jónas hefur unnið til verðlauna sem einleikari og samspilsleikari. Helst má nefna ein
af sigurverðlaununum árið 2015 í einleikarakeppninni Ungir einleikarar á vegum Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en sem verðlaun flutti hann fyrstur Íslendinga harmóníkukonsert með SÍ í janúar 2016.
Jónas spilar með íslenska harmóníkutríóinu ítríó sem hefur spilað víða og unnið til verðlauna, síðast í júní 2017 þar sem þau hlutu fyrstu verðlaun í kammerkeppni Konunglega danska tónlistarháskólans. Einnig voru þau eitt af ellefu atriðum valin til
að taka þátt í kammerkeppni P2 danska útvarpsins, stærstu klassísku kammerkeppni Danmerkur. Ítríó er nú í post-graduate námi við Konunglega danska tónlistarháskólann.
Jónas einblínir mikið á að efla ímynd harmóníkunnar sem klassískt hljóðfæri á Íslandi og kynna möguleika og fjölbreytileika hljóðfærisins. Konsertinn í Hörpu telur hann vera byrjunin á þessu langtíma ferli sem innifelur meðal annars að flytja tónleika
með mismunandi efnisskrám á Íslandi og vinna náið með íslenskum tónskáldum og öðrum tónlistarmönnum. Nú þegar hefur Jónas frumflutt verk eftir Finn Karlsson og Friðriki Margrétar-Guðmundsson. Jafnframt mun masterverkefni Jónasar vera
framleiðsluferli af geisladisk með alíslenskri tónlist samda fyrir klassíska harmóníku, sem einleiks-og samspilshljóðfæri. Til þess mun hann panta ný verk frá tónskáldum sem og enduruppgötva verk frá merkum tónskáldum eins og Atla Ingólfssyni,
Þorkeli Sigurbjörnssyni og Þuríði Jónsdóttur.

111314703_310871120282369_1361879785842412727_nHrólfur Sæmundsson barítón hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík og lauk síðar MA gráðu í tónlist frá New England Tónlistarakademíunni í Boston árið 2002. Hrólfur hefur komið fram í fjölmörgum óperuuppfærslum og á tónleikum víða um Evrópu, Ástralíu og í Bandaríkjunum auk þhérlendis. Frá árinu 2009 hefur Hrólfur aðallega starfað í Þýskalandi. Hans helstu hluverk á óperusviðinu eru Macbeth, Don Carlo (La Forza del Destino), Germont (La traviata), Miller (Luisa Miller), Rodrigo (Don Carlo), Ford (Falstaff), Escamillo (Carmen), Alberich (Der Ring des Nibelungen), Telramund (Lohengrin), Wolfram (Tannhäuser), Kurwenal (Tristan und Isolde), Beckmesser (Die Meistersinger), Lord Ruthven (Der Vampyr), Faðirinn (Hansel und Gretel), Sharpless (Madame Butterfly), Schaunard and Marcello (La Boheme), Onegin (Evgenyi Onegin), Figaro (Il barbiere), Ori í Au Monde eftir Philippe Boesmans, Il Conte (le Nozze di Figaro), Don Giovanni and Papageno (Die Zauberflöte). Hrólfur hefur sungið inn á hljómplötur, og má þar helst nefna upptöku með tónlist Sir John Tavener sem hlaut einróma lof, auk 8.sinfóníu Mahlers og þrjár plötur með Íslenskri tónlist. Hann hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi bæði á Íslandi sem og í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Á næstunni mun Hrólfur þreyta frumraun sína á Spáni, við Teatro Real í Madrid. Þá syngur hann Macbeth í Svíþjóð og við einnig við óperuna í Melbourne.

sigrun palma

Sigrún Pálmadóttir hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og stundaði síðan nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, og lauk þaðan burtfaraprófi árið 1999. Frá 1999-2001 stundaði  Sigrún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart hjá Dunja Vejzovie og í ljóðadeild sama skóla hjá K. Richter. Sama ár og hún lauk námi var hún fastráðin við óperuhúsið í Bonn þar sem hún starfaði á árunum 2001-2010. Þar söng hún fjöldamörg burðarhlutverk óperubókmenntanna á borð við Næturdrottninguna í Töfraflautu Mozarts, Ólympíu í Ævintýrum Hoffmans, Zerbinettu í Ariadne á Naxos, titilhlutverkið í Luciu di Lammermoor, Víólettu Valéry í La traviata og Gildu í Rigoletto, og kom jafnframt reglulega fram í öðrum óperuhúsum, þar á meðal í Dresden, Wiesbaden og Köln. Hún hlaut verðlaun styrktarfélags óperunnar í Bonn 2004 fyrir vel unnin störf og framfarir. Vorið 2008 söng Sigrún hlutverk Víólettu Valéry í La traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, og hlaut hún í kjölfarið Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, í flokknum Söngvari ársins. Hér á landi hefur hún sungið á Vínartónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands auk fleiri tónleika, m.a.  Clörukvæði og canzonettur í Salnum í Kópavogi. Erlendis hefur Sigrún sungið fjölda tónleika, m.a víða í Þýskalandi, í Drottningholm-leikhúsinu í Svíþjóð, í Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu og víðar. Sigrún lauk fyrsta og öðrum áfanga í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018. Frá 2013 og til dagsins í dag hefur Sigrún starfað sem söng- og tónlistarkennari í Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt reglulegu tónleikahaldi og þátttöku í óperuuppsettningum. Sigrún stjórnar einnig barnakór Grunnskóla Bolungarvíkur auk þess starfaði hún tímabundið sem aðstoðarmaður skólastjóra í Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2018.

Elísabet Waage --Raphael Pinho (2)Elísabet Waage stundaði píanó- og hörpunám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk einleikara- og kennaraprófi á hörpu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í den Haag, Hollandi hjá Edward Witsenburg. Elísabet leggur mikla stund á kammermúsík, mest í dúóformi en einnnig í stærri hópum, s.s. Caput en hefur auk þess starfað með ýmsum sinfóníuhljómsveitum m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Elísabet hefur gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og leikið inn á geisladiska m.a. með Peter Verduyn Lunel flautuleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara, Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og Graduale Nobili. Hún hefur tvívegis þegið boð um að leika á Alheimsþingi hörpuleikara (World Harp Congress). Elísabet er hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs.

HÖA MAGNÓLÍA 03-19Hilmar Örn Agnarsson hóf tónlistarnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar ungur að árum. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem aðalkennari hans var Jónas Ingimundarson. Að útskrift lokinni starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Þorlákshöfn og Strandarkirkju árin 1983 til 1985. Í kjölfarið hélt hann til Þýskalands til frekara náms í orgelleik og kórstjórn, sem hann stundaði við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Hamborg frá 1985 til 1991. Árið 1991 var Hilmar Örn ráðinn organisti við Skálholtsdómkirkju og stjórnaði þar öflugu tónlistarlífi um árabil; tók því næst við stöðu dómorganista í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík og starfar nú sem organisti og kórstjóri við Grafarvogskirkju, auk þess að stýra kórunum Vox populi, Söngfjelaginu og Kammerkór Suðurlands.

Bjorg-liturBjörg Þórhallsdóttir sópransöngkona lauk framhaldsnámi í óperusöng við óperu- og einsöngvaradeild Konunglega tónlistarháskólans í Manchester á Englandi vorið 1999 og stundaði síðan frekara nám í Lundúnum hjá hinum virta söngkennara, Dr. Iris Dell’Acqua með hléum og meðfram söngstörfum til vorsins 2006.  Björg hefur haldið einsöngstónleika og komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra hér á landi sem og víða í Evrópu. Hún hefur sent frá sér þrjár hljómplötur, Það ert þú! Eyjafjörður – ljóð og lag árið 2000, Himnarnir opnast- jólaperlur árið 2006 og Gullperlur árið 2007. Björg hefur einnig hljóðritað bæði fyrir útvarp og sjónvarp á Íslandi. Flutningur kirkjulegrar tónlistar hefur skipað stóran sess á söngferli Bjargar en sérstaka rækt hefur hún lagt við flutning og kynningu íslenskra sönglaga og sönglagahefðar, jafnt hér heima og erlendis. Hún hefur starfað náið með Elísabetu Waage hörpuleikara sl. 12 ár og hafa þær haldið fjölmarga tónleika víða um land og erlendis á  tónlistarhátíðum og í sumartónleikaröðum.  Frá árinu 2011 hefur Hilmar Örn Agnarsson organisti komið fram með þeim, en Björg og Hilmar hafa einnig haldið tónleika víða hér á landi og erlendis, m.a. í Noregi, Þýskalandi, Englandi, Slóvakíu, Spáni og Frakklandi. Árið 2014 komu þau m.a. fram Salisbury International Arts Festival á Englandi og árið 2016 komu þau fram á tónleikum í Klettakirkjunni í Helsinki. Björg hefur einnig frumflutt verk með Kammerkór Suðurlands, m.a. verk eftir breska tónskáldið Jack White í Southwark Cathedral í Lundúnum árið 2013 og síðar á Listahátíð í Reykjavík 2014, á Salisbury Interntational Arts Festival á Englandi og Umeå International Choir Festival í Svíþjóð, þar sem flutningnum var útvarpað beint hjá sænska ríkisútvarpinu. Þá er Björg stofnandi og listrænn stjórnandi árlegu tónlistarhátíðarinnar í Strandarkirkju í Selvogi – Englar og menn. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007 og þáði Starfslaun listamanna árin 2013 og 2014. 

IMG_0827Jón Thoroddsen er með B.A. próf í heimspeki (1990) frá Háskóla Íslands og B.Ed gráðu (1997) frá Kennaraháskóla Íslands sem þá hét. Í kennaranáminu einbeitti hann sér að listkennslu og ætlaði sér að starfa við það en heimspekinámið byrjaði að segja til sín þegar hann fór að stunda samræður við nemendur sína í Grandaskóla. Auk þessa hefur hann margvíslega reynslu af ýmsum störfum og hefur jafnan átt gott með að hvetja til samræðna við fólk af öllum stéttum.
Frá haustinu 2006 hefur Jón gert tilraunir með heimspekilegar samræður við nemendur á unglingastigi í Lífsleikni í Laugalækjarskóla. Hann tók þessar heimspekilegu samræður saman á bókina Gagnrýni og gaman, samræður og spurninglist (2016). Með þessa bók hefur Jón haldið allnokkur námskeið á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Hólum í Hjaltadal og Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hann haldið námskeið á hverju hausti frá 2007 með skólasystkinum úr landsprófi (frá vori 1973). Þessi námskeið og störf hafa fært honum heim sanninn um að fullorðið fólk er ekki síður móttækilegt fyrir heimspekilegum samræðum en börn og unglingar. Sem stendur vinnur Jón að áframhaldi bókar sinnar, en nú verður áherslan á heimspekilega listkennslu.

Ólöf Sigursveinsdóttir hefur verið frumkvöðull í tónlist allt frá því hún flutti heim eftir þrettán ára dvöl í Þýskalandi árið 2008 þar sem hún starfaði við tónlist. Hún hóf kornung nám í Tónskóla Sigursveins hjá Noru Kornbluh og síðar hjá Gunnari Kvaran og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Hún lauk Diplomi í sellóleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart og síðar einleikaraprófi með hæstu einkunn. Samhliða náminu sótti Ólöf nám í hljómsveitar- og kórstjórn og hóf á námsárum að starfa sem kórstjóri og hljómsveitarstjóri. Ólöf sótti annað nám árið 2005-2007 við fjölmiðladeild Tónlistarháskólans í Karlsruhe og starfaði um tíma í morgunútvarpi SWR/Süd-West-Rundfunk. Ef tir heimukomu til Íslands árið 2008 hóf hún að vinna að framsæknum tónlistarþáttum á Rás 1 í nokkur ár en snéri sér síðar alfarið að sellóleik og hefur starfað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu ár. Ólöf hefur haldið fjölda einleikstónleika með píanistum eins og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Jane Ade og Agnieszku Bryndal. Ólöf stofnaði ásamt vinum  ReykjavíkBarokk sem síðan árið 2012 hefur gengið veginn fremst í flutningi á barokktónlist eftir konur hérlendis. Þar starfar Ólöf m.a. með systur sinni Diljá Sigursveinsdóttir.  Til að hasla sér völl sem hljómsveitarstjóri stofnaði Ólöf Íslenska strengi árið 2017 ásamt kollegum m.a. úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Íslenskir strengir hafa frumflutt tónverk eftir kventónskáld og nú síðast stjórnaði Ólöf frumflutningi á nýju verki eftir Birgit Djupedal í Hörpu í janúar sl.  Nýjasta verkefni Ólafar er samvinna við kór Hreiðars Inga Þorsteinssonar, Ægisif, og munu þau standa saman að frumflutningi á nýju verki eftir Hjálmar H. Ragnarsson í nóvember nk. Ólöf hefur verið framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Berjadaga tónlistarhátíðar frá árinu 2014. Þar eru henni fremst í huga einkunnarorð hátíðarinnar ,,Náttúra og listsköpun”, enda eyddi Ólöf sumrum hjá ömmu sinni í Garðshorni við Ólafsveginn og þykir hvergi betra að vera en í Ólafsfirði.

Örn MagnússonÖrn Magnússon lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 1979 og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London. Hann hefur haldið fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur bæði sem einleikari og í kammertónlist. Örn hefur komið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum í Japan, Noregi, Finnlandi, Ungverjalandi og víðar. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2001 ásamt Finni Bjarnasyni söngvara, fyrir hljómdiskinn með Söngvum Jóns Leifs. Örn starfar nú sem organisti Breiðholtskirkju auk þess sem hann er meðlimur í tónlistarhópnum Silmenn Ríkínís.

Hundur í óskilm myndHljómsveitin  Hundur í óskilum er skipuð Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Hljómsveitin var stofnuð  á síðustu öld upp úr leifum hljómsveitarinnar “Börn hins látna” sem einnig var skipuð þeim Hjörleifi og Eiríki. Hundur í óskilum hefur frá upphafi fengist við tónlistarflutning, enda meðlimir hennar báðir tónlistarmenn. Tónlist Hunds í óskilum spannar allar nótur tónstigans og einkennist bæði af söng og hljóðfæraleik. Á ferli sínum hefur hljómsveitin komið fram á mörgum opinberum stöðum og hafa þeir félagar þá oftar en ekki tekið lagið og leikið undir á hljóðfæri sín. Hafa áheyrendur gert góðan róm að tónlistarflutningi þeirra og klappað á eftir hverju lagi. Á síðari árum hefur sveitin einkum látið að sér kveða á leiksviði og unnið þá gjarnan til grímutilnefninga og -verðlauna. Sveitin hefur gefið út tvær plötur og DVD disk er ættu að vera til á hverju menningarheimili.

IMG_535_6_2Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran. Sigrún hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thomas, í Kalamazoo, Bandaríkjunum í söngstúdíói Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Sigursveinn - Version 3Sigursveinn Magnússon. Að loknu nám hér heima í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar stundaði Sigursveinn Magnússon framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og síðar við Western Michigan University í Bandaríkunum. Þessi ár lagði hann stund á nám í hornleik, píanóleik og hljómsveitarstjórn. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Vínarborg og dvaldi eitt námsár í Danmörku. Ásamt störfum sínum sem tónlistarskólastjóri hefur Sigursveinn starfað að félags- og skipulagsmálum á sviði tónlistar, verið virkur sem útsetjari, kvæðamaður, kórsöngvari og meðleikari og stjórnað hljómsveitum og kórum.

 

 

montagnole