IMG_4330 Íslenskir strengir

Strengjasveitin Íslenskir strengir komu með krafti inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2018 með tónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ólöf Sigursveinsdóttir hefur verið hljómsveitarstjóri þeirra frá byrjun. Íslenskir strengir leitast við að hreyfa við áheyrendum með fjársjóði tónverka og hafa meðal annars það að markmiði að flytja verk eftir kventónskáld. Íslenskir strengir hafa frumflutt fjölmörg tónverk eftir kventónskáld m.a. stjórnaði Ólöf frumflutningi í Hörpu á svítunni ,Sprund’ eftir Birgit Djupedal. Ólöf hafði forgöngu um að pantað var nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Laudem Domini fyrir kór og strengjasveit sem þau frumfluttu í nóvember 2019. Hljómsveitin hefur frumflutt viðamikil og flókin strengjaverk einsog Musica Adventus eftir lettneska tónskáldið Peteris Vasks og nú allra síðast ,Corona’ eftir Hrólf Sæmundsson sem hópurinn flutti í Hörpu í maí sl. Þar frumfluttu þau einnig tónverkin Söknuð eftir Kristínu Lárusdóttur fyrir kvæðakonu, klarínett og strengi og Elegy fyrir sólóklarínett og strengi. En þessi tvö síðastnefndu verða einnig flutt á Berjadögum í sumar.


IMG_3144-EinarBjartur (1)Einar Bjartur Egilsson
hóf píanónám 7 ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Guðríði St. Sigurðardóttir og Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Haustið 2010 hóf hann svo nám í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í Janúar það ár lék hann einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frá 2013 – 2015 stundaði hann meistaranám í Konservatoríinu í Maastricht, Hollandi hjá dr. Katiu Veekmans. Í desember 2014 hlaut hann styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu að nafni Heimkoma með eigin tónsmíðum. Hann hefur spilað á tónlistarhátíðum í Hollandi og starfað með kórum bæði þar og hér heima. Um þessar mundir starfar hann sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga. Einar hefur haldið tónleika reglulega undanfarið með ýmsum tónlistarmönnum m.a. Chrissie Telmu ásamt því að koma fram sem einleikari annað slagið. Nýlega gaf hann út tvær hljómplötur með píanóverkum eftir Svissneska tónskáldið Frank Baumann og er þessa dagana að vinna að nýrri hljómplötu með eigin tónlist. www.einarbjartur.com

Greta SalómeGreta Salóme, fiðluleikari og söngkona hefur um árabil verið eftirsótt tónistarkona bæði innanlands og utan. Hún hefur tvisvar sinnum sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins og komið fram fyrir Íslands hönd í Eurovision, auk þess að hafa verið á samningi hjá Disney með eigin sýningu síðan 2015. Hún starfar einnig sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands auk þess að koma fram á hinum ýmsu tónleikum á Íslandi sem og erlendis. Greta Salóme er með bachelor gráðu í fiðluleik og meistaragráðu í tónlist og lærði hún bæði í Listaháskóla Íslands og Stetson University.

111314703_310871120282369_1361879785842412727_nHrólfur Sæmundsson barítón hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík og lauk síðar MA gráðu í tónlist frá New England Tónlistarakademíunni í Boston árið 2002. Hrólfur hefur komið fram í fjölmörgum óperuuppfærslum og á tónleikum víða um Evrópu, Ástralíu og í Bandaríkjunum auk þhérlendis. Frá árinu 2009 hefur Hrólfur aðallega starfað í Þýskalandi. Hans helstu hluverk á óperusviðinu eru Macbeth, Don Carlo (La Forza del Destino), Germont (La traviata), Miller (Luisa Miller), Rodrigo (Don Carlo), Ford (Falstaff), Escamillo (Carmen), Alberich (Der Ring des Nibelungen), Telramund (Lohengrin), Wolfram (Tannhäuser), Kurwenal (Tristan und Isolde), Beckmesser (Die Meistersinger), Lord Ruthven (Der Vampyr), Faðirinn (Hansel und Gretel), Sharpless (Madame Butterfly), Schaunard and Marcello (La Boheme), Onegin (Evgenyi Onegin), Figaro (Il barbiere), Ori í Au Monde eftir Philippe Boesmans, Il Conte (le Nozze di Figaro), Don Giovanni and Papageno (Die Zauberflöte). Hrólfur hefur sungið inn á hljómplötur, og má þar helst nefna upptöku með tónlist Sir John Tavener sem hlaut einróma lof, auk 8.sinfóníu Mahlers og þrjár plötur með Íslenskri tónlist. Hann hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi bæði á Íslandi sem og í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Á næstunni mun Hrólfur þreyta frumraun sína á Spáni, við Teatro Real í Madrid. Þá syngur hann Macbeth í Svíþjóð og við einnig við óperuna í Melbourne.

IMG_0827Jón Thoroddsen er með B.A. próf í heimspeki (1990) frá Háskóla Íslands og B.Ed gráðu (1997) frá Kennaraháskóla Íslands sem þá hét. Í kennaranáminu einbeitti hann sér að listkennslu og ætlaði sér að starfa við það en heimspekinámið byrjaði að segja til sín þegar hann fór að stunda samræður við nemendur sína í Grandaskóla. Auk þessa hefur hann margvíslega reynslu af ýmsum störfum og hefur jafnan átt gott með að hvetja til samræðna við fólk af öllum stéttum. Frá haustinu 2006 hefur Jón gert tilraunir með heimspekilegar samræður við nemendur á unglingastigi í Lífsleikni í Laugalækjarskóla. Hann tók þessar heimspekilegu samræður saman á bókina Gagnrýni og gaman, samræður og spurninglist (2016). Með þessa bók hefur Jón haldið allnokkur námskeið á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Hólum í Hjaltadal og Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hann haldið námskeið á hverju hausti frá 2007 með skólasystkinum úr landsprófi (frá vori 1973). Þessi námskeið og störf hafa fært honum heim sanninn um að fullorðið fólk er ekki síður móttækilegt fyrir heimspekilegum samræðum en börn og unglingar. Sem stendur vinnur Jón að áframhaldi bókar sinnar, en nú verður áherslan á heimspekilega listkennslu.

Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari og hefur auk þess lært barokktónlist, gömbuleik og djass. Hún hefur verið mjög virk í tónlistarlífinu og komið fram bæði sem einleikari á selló og með ýmsum tónlistarhópum t.d. með Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Austurland að auki sem hún er meðlimur Fimm í Tangó, Kammerhópsins Reykjavík Barokk, Blóðbergs og Íslenskra Strengja. Þá hefur Kristín einnig starfað við sellókennslu síðastliðin 25 ár. Kristín er meðlimur Kvæðamannafélagsins Iðunnar en hefur haft áhuga á rímnakveðskap og öðrum íslenskum tónlistararfi frá unga aldri. Vorið 2013 lauk Kristín framhaldsprófi í raftónlist frá Tónlistarskólanum í Kópavogi og hlaut toppeinkunn fyrir lokatónleikana. Frá því hefur raftónlistar- og tónsmíðasköpunin átt stærri sess í hennar lífi og starfi. Í tónsköpun sinni blandar Kristín oft saman sellóleik, rímnakveðskap og rafrænni tónlist, sem hún semur og spilar þá „life“ og verður til mjög lifandi og skemmtilegur tónlistargjörningur, sambland af sellóleik og gagnvirku rafrænu spili. Kristín vinnur rafhljóðin sín flest öll frá grunni. Kristín hefur gefið út tvær sólóplötu Hefring haustið 2013 og Himinglævu haustið 2016 með eigin tónsmíðum, rafhljóðheimi og útsetningum. Hún sá einnig sjálf um upptökur, hljóðblöndun, sellóleik og kveðskap.

Margret Hrafns

Margrét Hrafnsdóttir, sópransöngkona,lauk 1998 8. stigi hjá Sieglinde Kahmann frá Tónlistarskóla Reykjavíkur, en einnig 8. stigi á píanó hjá Selmu Guðmundsdóttur. Margrét lauk söngkennara- og einsöngvaradiplómi frá tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Einnig lauk hún prófi frá ljóðadeild tónlistarháskólans hjá Cornelis Witthoefft.  Margrét hlaut styrk hjá Wagnerfélaginu í Stuttgart til að fara til Bayereuth og í framhaldi af því hélt hún einnig tónleika hjá Wagnerfélaginu. Hún hefur sótt fjölda námskeiða þar á meðal hjá Anne Sofie von Otter á uppvaxtarheimili Birgit Nilsson í Svíþjóð. Margrét fór með hlutverk Freyju í Þrymskviðu eftir Jón Ágeirsson sem flutt var í Norðurljósum undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar á haustdögum 2018. Hún mun fara með hlutverk Ortlinde í uppfærslu Íslensku óperunnar og Sinfoníuhljómsveit Íslands á „Die Walküre“ eftir Richard Wagner á Listahátíð í febrúar 2022. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss, Danmörku og Svíþjóð. Hún hefur hlotið styrki úr tónlistarsjóði, 2020 hlaut hún þriggja mánaða listamannalaun og sex mánuði fyrir 2021. Margrét starfar sjálfstæ tt sem söngkona og söngkennari. 2007 gaf hún út ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur, sellóleikara geisladiskinn „Hjartahljóð“, íslensk þjóðlög. Einnig fengu þær styrk frá Hlaðvarpanum til ad láta semja fyrir sig verk, „Heimtur“, sem frumflutt var í Berlín 2011 eftir Ingibjörgu Azima. 2015 kom út diskurinn „Vorljóð á Ýli“ með þeim lögum.

hljómsveitarstjóri_DSC6761s_Ólöf SigÓlöf Sigursveinsdóttir hefur verið frumkvöðull í tónlist allt frá því hún flutti heim eftir þrettán ára dvöl í Þýskalandi árið 2008 þar sem hún starfaði við tónlist. Hún hóf kornung nám í Tónskóla Sigursveins hjá Noru Kornbluh og síðar hjá Gunnari Kvaran og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Hún lauk Diplomi í sellóleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart og síðar einleikaraprófi með hæstu einkunn. Samhliða náminu sótti Ólöf nám í hljómsveitar- og kórstjórn og hóf á námsárum að starfa sem kórstjóri og hljómsveitarstjóri. Ólöf sótti annað nám árið 2005-2007 við fjölmiðladeild Tónlistarháskólans í Karlsruhe og starfaði um tíma í morgunútvarpi SWR/Süd-West-Rundfunk. Ef tir heimukomu til Íslands árið 2008 hóf hún að vinna að framsæknum tónlistarþáttum á Rás 1 í nokkur ár en snéri sér síðar alfarið að sellóleik og hefur starfað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu ár. Ólöf hefur haldið fjölda einleikstónleika með píanistum eins og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Jane Ade og Agnieszku Bryndal. Ólöf stofnaði ásamt vinum  ReykjavíkBarokk sem síðan árið 2012 hefur gengið veginn fremst í flutningi á barokktónlist eftir konur hérlendis. Þar starfar Ólöf m.a. með systur sinni Diljá Sigursveinsdóttir.  Til að hasla sér völl sem hljómsveitarstjóri stofnaði Ólöf Íslenska strengi árið 2017 ásamt kollegum m.a. úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ólöf hefur verið framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Berjadaga tónlistarhátíðar frá árinu 2013. Þar eru henni fremst í huga einkunnarorð hátíðarinnar ,,Náttúra og listsköpun”, enda eyddi Ólöf sumrum hjá ömmu sinni í Garðshorni við Ólafsveginn og þykir hvergi betra að vera en í Ólafsfirði.

Hundur í óskilm myndHljómsveitin  Hundur í óskilum er skipuð Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Hljómsveitin var stofnuð  á síðustu öld upp úr leifum hljómsveitarinnar “Börn hins látna” sem einnig var skipuð þeim Hjörleifi og Eiríki. Hundur í óskilum hefur frá upphafi fengist við tónlistarflutning, enda meðlimir hennar báðir tónlistarmenn. Tónlist Hunds í óskilum spannar allar nótur tónstigans og einkennist bæði af söng og hljóðfæraleik. Á ferli sínum hefur hljómsveitin komið fram á mörgum opinberum stöðum og hafa þeir félagar þá oftar en ekki tekið lagið og leikið undir á hljóðfæri sín. Hafa áheyrendur gert góðan róm að tónlistarflutningi þeirra og klappað á eftir hverju lagi. Á síðari árum hefur sveitin einkum látið að sér kveða á leiksviði og unnið þá gjarnan til grímutilnefninga og -verðlauna. Sveitin hefur gefið út tvær plötur og DVD disk er ættu að vera til á hverju menningarheimili.

IMG_535_6_2Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran. Sigrún hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thomas, í Kalamazoo, Bandaríkjunum í söngstúdíói Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Sigursveinn - Version 3Sigursveinn Magnússon. Að loknu nám hér heima í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar stundaði Sigursveinn Magnússon framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og síðar við Western Michigan University í Bandaríkunum. Þessi ár lagði hann stund á nám í hornleik, píanóleik og hljómsveitarstjórn. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Vínarborg og dvaldi eitt námsár í Danmörku. Ásamt störfum sínum sem tónlistarskólastjóri hefur Sigursveinn starfað að félags- og skipulagsmálum á sviði tónlistar, verið virkur sem útsetjari, kvæðamaður, kórsöngvari og meðleikari og stjórnað hljómsveitum og kórum.

 

 

montagnole