Bjarni FrímannBjarni Frímann Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hann stundaði nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlaunin í ljóðasöngkeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lindberg í sömu borg. Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar, en hefur einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur.

femkeFemke Smit (1986) is Dutch, but she sings Brazilian music as if she was born there. It may have been a past life, or just a strange coincidence but when she sings Brazilian music she feels at home. During her vocal jazz studies at the Conservatory in Amsterdam Femke learned more about Bossa Nova. She fell in love with it and decided to learn more about the different styles Brazil has to offer. After graduating she went to Rio de Janeiro for 3 months to experience the real deal. Nowadays she plays all over Holland and organizes her own monthly samba evening called Roda da Holanda and makes regular trips to Brazil where she goes to play and learn.


sigrun palma

Sigrún Pálmadóttir hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og stundaði síðan nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, og lauk þaðan burtfaraprófi árið 1999. Frá 1999-2001 stundaði  Sigrún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart hjá Dunja Vejzovie og í ljóðadeild sama skóla hjá K. Richter. Sama ár og hún lauk námi var hún fastráðin við óperuhúsið í Bonn þar sem hún starfaði á árunum 2001-2010. Þar söng hún fjöldamörg burðarhlutverk óperubókmenntanna á borð við Næturdrottninguna í Töfraflautu Mozarts, Ólympíu í Ævintýrum Hoffmans, Zerbinettu í Ariadne á Naxos, titilhlutverkið í Luciu di Lammermoor, Víólettu Valéry í La traviata og Gildu í Rigoletto, og kom jafnframt reglulega fram í öðrum óperuhúsum, þar á meðal í Dresden, Wiesbaden og Köln. Hún hlaut verðlaun styrktarfélags óperunnar í Bonn 2004 fyrir vel unnin störf og framfarir. Vorið 2008 söng Sigrún hlutverk Víólettu Valéry í La traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, og hlaut hún í kjölfarið Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, í flokknum Söngvari ársins. Hér á landi hefur hún sungið á Vínartónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands auk fleiri tónleika, m.a.  Clörukvæði og canzonettur í Salnum í Kópavogi. Erlendis hefur Sigrún sungið fjölda tónleika, m.a víða í Þýskalandi, í Drottningholm-leikhúsinu í Svíþjóð, í Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu og víðar. Sigrún lauk fyrsta og öðrum áfanga í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018. Frá 2013 og til dagsins í dag hefur Sigrún starfað sem söng- og tónlistarkennari í Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt reglulegu tónleikahaldi og þátttöku í óperuuppsettningum. Sigrún stjórnar einnig barnakór Grunnskóla Bolungarvíkur auk þess starfaði hún tímabundið sem aðstoðarmaður skólastjóra í Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2018.

 

Elmar

Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Amsterdam í Hollandi í  mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson.  Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó Hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht í Hollandi, þar sem hann hefur starfað mikið síðustu ár, ásamt lausráðningum við óperuhús og tónleikasali víðsvegar um Evrópu.  Þar má helst nefna Nantes, Toulon og Aix en Provence í Frakklandi, Ríkisóperan í Amsterdam, Brno í Tékklandi, The Barbican Center í London og Elbphilharmonie í Hamborg og Festspielhaus Baden Baden í Þýskalandi. Elmar hefur á sínum ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Má þar meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček  og prinsinn í Öskubusku eftir Rossini hjá Maastricht óperunni, hlutverk Mímis í Rínargulli Wagners hjá hinni virtu Ruhrtriennale listahátíð í Þýskalandi, og hlutverk Hertogans af Mantua í Rigoletto eftir Verdi og Lensky úr óperunni Evgéní Ónégin eftir Tchaikovsky. Haustið 2018 syngur hann við La Monnaie í Brussel í Belgíu hlutverk Monostatos úr Töfraflautu Mozarts. Elmar verður fastráðinn næstu tvö ár hjá Staatsoper Stuttgart í Þýskalandi. Elmar hlaut Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson árið 2014 og aftur árið 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar.  Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 og 2016 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Hanna thora

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005. Hún hefur stundað söngnám í Kaupmannahöfn, Osló og Berlín síðustu árin. Hún hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a.Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.

Natalia

Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran lauk 8.stigs prófi árið 2008 frá Nýja Tónlistarskólanum og naut þar leiðsagnar Alinu Dubik mezzósópransöngkonu. Fyrstu söngtímana tók hún í St. Pétursborg í Rússlandi þegar hún var þar í háskólanámi. Hún stundaði síðan nám hjá John A. Speight í Tónskóla Sigursveins, var einn vetur í Söngskólanum í Reykjavík hjá Elísabetu Eiríksdóttur auk þess sem hún tók einkatíma bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. Nathalía var einn af sigurvegurum í keppninni „Ungir einleikarar“ árið 2009 og kom í kjölfarið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2010 varð Nathalía í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni í Veróna á Ítalíu. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar, Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku óperunnar og verið mjög virk í tónleikahaldi m.a. á Tíbrártónleikum, í Gerðubergi, Sigurjónssafni, í Hörpu ofl. Hún hefur tvívegis verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikum hennar hefur verið bæði útvarpað og sjónvarpað hjá Ríkisútvarpinu. Nathalía hefur einnig komið fram á tónleikum í St.Pétursborg í Rússlandi, þar sem hún söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur í St.Pétursborgar-Kapellunni árið 2014 og ári síðar í Púshkin safninu í Moskvu með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Haustið 2016 fór hún með hlutverk Olgu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky og hefur verið ötul í tónleikahaldi síðustu ár.

PALL_web-22Páll Palomares er einn af fremstu fiðluleikurum landsins. Hann hóf fiðlunám sex ára gamall undir handleiðslu foreldra sinna, Unnar Pálsdóttur og Joaquín Palomares. Hann gegnir nú stöðu leiðara 2. fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áður gegndi hann sömu stöðu hjá Randers Kammerorkester í Danmörku. Hann hefur leikið fjölda einleikskonserta með hljómsveitum á íslenskri og erlendri grundu og ber þar hæst að nefna Sibelius- og Tchaikovski´s fiðlukonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Brahms fiðlukonsert með Sinfóníuhljómsveit Árósa og Árstíðirnar eftir Vivaldi með Orchestra Femminile Italiana. Fyrr á þessu ári lék Páll fiðlukonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Torrevieja. Páll er jafnframt virkur í kammertónlist og hefur haldið tónleika víða í Evrópu; á Íslandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Færeyjum, Danmörku og Hollandi. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun á ferli sínum. Hann var sigurvegari íslensku keppninnar ,,Ungir einleikarar”  árið 2007, hlaut verðlaun í alþjóðlegu keppninni ,,Danish String Competition” árið 2014 auk fjölda annarra verðlauna í keppnum Konunglega Tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Páll hefur sótt masterklassa hjá mörgum af virtustu fiðluleikurum heims. Meðal þeirru eru Guilles Apap, Pekka Kuusisto, Noah Bendix-Balgley og Nikolaj Znaider.
Hann lauk meistaragráðu við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn árið 2015 og stundar nú sólistanám við sama skóla undir handleiðslu fiðluleikarans Serguei Azizian. Hann lauk einnig bakkalárgráðu í hinum virta Hochschule für Musik “Hanns Eisler” í Berlín árið 2013. Kennari hans var Prof. Ulf Wallin. Áður en Páll hóf námsferil sinn erlendis lauk hann námi við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands þar sem hann naut leiðsagnar Margrétar Kristjánsdóttur og Auðar Hafsteinsdóttur.

Hundur í óskilm mynd2Hljómsveitin  Hundur í óskilum er skipuð Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Hljómsveitin var stofnuð  á síðustu öld upp úr leifum hljómsveitarinnar “Börn hins látna” sem einnig var skipuð þeim Hjörleifi og Eiríki. Hundur í óskilum hefur frá upphafi fengist við tónlistarflutning, enda meðlimir hennar báðir tónlistarmenn. Tónlist Hunds í óskilum spannar allar nótur tónstigans og einkennist bæði af söng og hljóðfæraleik. Á ferli sínum hefur hljómsveitin komið fram á mörgum opinberum stöðum og hafa þeir félagar þá oftar en ekki tekið lagið og leikið undir á hljóðfæri sín. Hafa áheyrendur gert góðan róm að tónlistarflutningi þeirra og klappað á eftir hverju lagi. Á síðari árum hefur sveitin einkum látið að sér kveða á leiksviði og unnið þá gjarnan til grímutilnefninga og -verðlauna. Sveitin hefur gefið út tvær plötur og DVD disk er ættu að vera til á hverju menningarheimili.

Ólöf í Marmarasalnum IIÓlöf Sigursveinsdóttir fór í fyrsta sellótímann sinn 6 ára gömul.  Meðal kennara hennar voru Nora Kornblueh og Bryndís Halla Gylfadóttir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Gunnar Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir eitt ár sem fastráðinn hljóðfæraleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt Ólöf til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hún innritaðist í einleikaradeild Listaháskólans og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2001. Þar naut hún leiðsagnar Prof. Hans Häublein og stundaði nám í stjórnun auk sellóleiksins. Síðan Ólöf lauk námi hefur hún meðal annars lagt stund á flutning gamallar tónlistar og er einn af stofnendum Barokkbandsins ReykjavíkBarokk sem hefur haldið fjölda tónleika á sl árum víða um land. Ólöf hefur haldið tónleika í Danmörku, Þýskalandi, Sviss og á Íslandi. Ásamt Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu gaf hún út geisladiskinn “Hjartahljóð”. Á honum eru íslensk þjóðlög í útsetningum Sigursveins D. Kristinssonar og Hallgríms Jakobssonar.  Frá árunum 2008-2011 starfaði Ólöf sem dagskrárgerðarmaður á rás 1. Sem stendur leikur hún með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfar sem sellókennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Ólöf er nýkomin úr Skálholti þar sem hún kom fram með ReykjavíkBarokk.

jón þorsteinsson

Jón Þorsteinsson söngvari hóf tónlistarnám ungur að árum hjá Magnúsi Magnússyni í Tónskóla Ólafsfjarðar. Hann stundaði seinna nám hjá Marit Isene við Tónlistarháskólann í Osló í Noregi, við Det Jydske Musikkonservatorium í Árósum og hjá Arigo Pola í Modena á
Ítalíu. Hann kom víða fram sem einsöngvari sem og kórsöngvari í útvarps- og óperukórum. Jón hefur starfað í Hollandi frá 1980 og söng hann meðal annars yfir 40 hlutverk á þeim tíma hjá Hollensku ríkisóperunni sem og víðs vegar við óratoríu- og ljóðaflutning. Einnig
var hann meðlimur í Óperustúdíói Hollensku ríkisóperunnar frá 1982 til 1985. Jón naut leiðsagnar hollensku söngkonunnar Aafje Heynis frá 1986-1995 og byrjaði sjálfur að kenna upp úr 1982. Frá 1993 hefur hann einbeitt sér að söngkennslu, raddþjálfun og kennslufræði og frá 2008 hefur hann starfað sem prófessor í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Á árunum 1998 til 2003 og frá 2008 til 2010 stundaði Jón nám við Lichtenberg Institut für angewandte Stimmphysiologie. Hann hefur haldið masterklassa frá 1985 á Íslandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Belgíu. Hann kenndi auk þess um nokkurra ára skeið við Jette Parker Young Artist Program við Royal Opera House, Covent Garden í Lundúnum.

IMG_535_6_2

Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran. Sigrún hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thomas, í Kalamazoo, Bandaríkjunum í söngstúdíói Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Sigursveinn - Version 3Sigursveinn Magnússon. Að loknu nám hér heima í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar stundaði Sigursveinn Magnússon framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og síðar við Western Michigan University í Bandaríkunum. Þessi ár lagði hann stund á nám í hornleik, píanóleik og hljómsveitarstjórn. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Vínarborg og dvaldi eitt námsár í Danmörku. Ásamt störfum sínum sem tónlistarskólastjóri hefur Sigursveinn starfað að félags- og skipulagsmálum á sviði tónlistar, verið virkur sem útsetjari, kvæðamaður, kórsöngvari og meðleikari og stjórnað hljómsveitum og kórum.

 

 

 

 

montagnole