david bollenDavid Bollen studied violin with Jan Bor and Bouw Lemkes in Amsterdam and piano at the Mozarteum in Salzburg. There he performed as an accompanist in various masterclasses at the Internationale Sommerakademie. In the Netherlands he worked for the De Nederlandse Opera, Opera Zuid, Opera Trionfo and several independent opera productions, as well as the Vocalist Competition in Den Bosch and the Cristina Deutekomconcours in Enschede. He accompanied masterclasses taught by renowned opera stars, Lied singers, voice pedagogues and coaches, including Margreet Honig, Ira Siff, Regine Crespin, Mikeal Eliasen, Graig Rutenberg, Jerome Hines, Elly Ameling and Udo Reinemann. He regularly gives Lieder recitals with singers such as Marcel Reijans, Mattijs van de Woerd and Jan Willem Baljet. As a chamber musician, he won the Charles Hennen Chamber Music Competition, together with Janine Jansen and Cristian Poltera, in 1999. He has been a member of Ensemble Frommermann since its foundation in 2005.

femkeFemke Smit (1986) is Dutch, but she sings Brazilian music as if she was born there. It may have been a past life, or just a strange coincidence but when she sings Brazilian music she feels at home. During her vocal jazz studies at the Conservatory in Amsterdam Femke learned more about Bossa Nova. She fell in love with it and decided to learn more about the different styles Brazil has to offer. After graduating she went to Rio de Janeiro for 3 months to experience the real deal. Nowadays she plays all over Holland and organizes her own monthly samba evening called Roda da Holanda and makes regular trips to Brazil where she goes to play and learn.

sigrun palma

Sigrún Pálmadóttir hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og stundaði síðan nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, og lauk þaðan burtfaraprófi árið 1999. Frá 1999-2001 stundaði  Sigrún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart hjá Dunja Vejzovie og í ljóðadeild sama skóla hjá K. Richter. Sama ár og hún lauk námi var hún fastráðin við óperuhúsið í Bonn þar sem hún starfaði á árunum 2001-2010. Þar söng hún fjöldamörg burðarhlutverk óperubókmenntanna á borð við Næturdrottninguna í Töfraflautu Mozarts, Ólympíu í Ævintýrum Hoffmans, Zerbinettu í Ariadne á Naxos, titilhlutverkið í Luciu di Lammermoor, Víólettu Valéry í La traviata og Gildu í Rigoletto, og kom jafnframt reglulega fram í öðrum óperuhúsum, þar á meðal í Dresden, Wiesbaden og Köln. Hún hlaut verðlaun styrktarfélags óperunnar í Bonn 2004 fyrir vel unnin störf og framfarir. Vorið 2008 söng Sigrún hlutverk Víólettu Valéry í La traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, og hlaut hún í kjölfarið Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, í flokknum Söngvari ársins. Hér á landi hefur hún sungið á Vínartónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands auk fleiri tónleika, m.a.  Clörukvæði og canzonettur í Salnum í Kópavogi. Erlendis hefur Sigrún sungið fjölda tónleika, m.a víða í Þýskalandi, í Drottningholm-leikhúsinu í Svíþjóð, í Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu og víðar. Sigrún lauk fyrsta og öðrum áfanga í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2018. Frá 2013 og til dagsins í dag hefur Sigrún starfað sem söng- og tónlistarkennari í Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt reglulegu tónleikahaldi og þátttöku í óperuuppsettningum. Sigrún stjórnar einnig barnakór Grunnskóla Bolungarvíkur auk þess starfaði hún tímabundið sem aðstoðarmaður skólastjóra í Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2018.

Elmar

Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Amsterdam í Hollandi í  mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson.  Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó Hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht í Hollandi, þar sem hann hefur starfað mikið síðustu ár, ásamt lausráðningum við óperuhús og tónleikasali víðsvegar um Evrópu.  Þar má helst nefna Nantes, Toulon og Aix en Provence í Frakklandi, Ríkisóperan í Amsterdam, Brno í Tékklandi, The Barbican Center í London og Elbphilharmonie í Hamborg og Festspielhaus Baden Baden í Þýskalandi. Elmar hefur á sínum ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Má þar meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček  og prinsinn í Öskubusku eftir Rossini hjá Maastricht óperunni, hlutverk Mímis í Rínargulli Wagners hjá hinni virtu Ruhrtriennale listahátíð í Þýskalandi, og hlutverk Hertogans af Mantua í Rigoletto eftir Verdi og Lensky úr óperunni Evgéní Ónégin eftir Tchaikovsky. Haustið 2018 syngur hann við La Monnaie í Brussel í Belgíu hlutverk Monostatos úr Töfraflautu Mozarts. Elmar verður fastráðinn næstu tvö ár hjá Staatsoper Stuttgart í Þýskalandi. Elmar hlaut Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson árið 2014 og aftur árið 2016 fyrir hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar.  Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 og 2016 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

agustÁgúst Ólafsson lauk MA í söng við Síbelíusar Akademíuna. Hann hóf atvinnuferilinn sumarið 2000 og hefur síðan sungið á tónleikum víða t.a.m. í Filharmonie, Berlín, og Wigmore Hall, London, og unnið með m.a. hljómsveitarstjórunum H. Linttu, P. Sakari og P. McCreesh. Hlutverk hans hjá Íslensku Óperunni eru m.a. titilhlutverkið í Sweeney Todd (2004)  Papagenó, Skugginn í Rake´s Progress og Belcore í Ástardrykknum sem færði honum Grímuverðlaun sem Söngvari ársins 2009. Hann flutti söngljóðaflokka Schuberts ásamt Gerrit Schuil á tónleikum Listahátíðar 2010 og hlutu þeir fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins. Ágúst vann einnig til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013. Á síðustu árum hefur Ágúst sungið hlutverk séra Torfa í Ragnheiði Gunnars Þórðarssonar, Papagenó í uppsetningu Töfrahurðar/íslensku óperunnar á Töfraflautu Mozarts og hlutverk Fiorelló, Masetto og Angelotti í sýningum íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla (haustið 2015), Don Giovanni (febrúar 2016) og Toscu (haustið 2017).

HugiHugi Jónsson lauk M.Mus prófi í óperusöng í Utrecht, Hollandi, 2012. Þar áður lærði hann söng í Söngskólanum í Reykjavík og Nýja tónlistarskólanum. Frá 2003 hefur Hugi verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins og kemur mest fram við kirkjulegar athafnir. Á síðasta ári söng hann aríuhluta Jóhannesarpassíu J.S. Bach ásamt kammerkór Grafarvogskirkju og gaf út sálmaplöturnar Kvöldbæn og Heilög jól, aðventu- og jólasálmar frá gamla Íslandi, ásamt Kára Allanssyni organista. Þá söng Hugi annað aðalhlutverka Bjarnarins, The Bear, óperu eftir William Walton. Leikhópurinn Sómi þjóðar kom að sýningunni sem var sýnd á listahátíðinni Cycles í Kópavogi. Hópurinn endurtekur sýninguna í júní nk. í Reykjavík og í Härjedalens Kulturcent í Svíþjóð.

JanaJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir mezzósópran hóf söngnám hjá Michael Jón Clarke við Tónlistarskólann á Akureyri árið 2010. Þaðan fór hún í Söngskóla Sigurðar Dementz þar sem aðalkennari hennar var Auður Gunnarsdóttir. Hún lauk framhaldsprófi frá skólanum vorið 2015. Eftir framhaldspróf tók Jana einkatíma hjá Robertu Jo Cunningham í Berlín. Jana stundaði nám við Listaháskóla Íslands í klassíkum söng í eitt ár undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar, Hönnu Dóru Sturludóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Ásamt söngnámi hefur Jana verið virk í kórastarfi hjá Kammerkór Digraneskirkju og tekið þátt í verkefnum með kammerkórnum Hymnodiu. Jana er nú að læra hjá Jóni Þorsteinssyni.

jón þorsteinssonJón Þorsteinsson söngvari hóf tónlistarnám ungur að árum hjá Magnúsi Magnússyni í Tónskóla Ólafsfjarðar. Hann stundaði seinna nám hjá Marit Isene við Tónlistarháskólann í Osló í Noregi, við Det Jydske Musikkonservatorium í Árósum og hjá Arigo Pola í Modena áÍtalíu. Hann kom víða fram sem einsöngvari sem og kórsöngvari í útvarps- og óperukórum. Jón hefur starfað í Hollandi frá 1980 og söng hann meðal annars yfir 40 hlutverk á þeim tíma hjá Hollensku ríkisóperunni sem og víðs vegar við óratoríu- og ljóðaflutning. Einnig var hann meðlimur í Óperustúdíói Hollensku ríkisóperunnar frá 1982 til 1985. Jón naut leiðsagnar hollensku söngkonunnar Aafje Heynis frá 1986-1995 og byrjaði sjálfur að kenna upp úr 1982. Frá 1993 hefur hann einbeitt sér að söngkennslu, raddþjálfun og kennslufræði og frá 2008 hefur hann starfað sem prófessor í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Á árunum 1998 til 2003 og frá 2008 til 2010 stundaði Jón nám við Lichtenberg Institut für angewandte Stimmphysiologie. Hann hefur haldið masterklassa frá 1985 á Íslandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Belgíu. Hann kenndi auk þess um nokkurra ára skeið við Jette Parker Young Artist Program við Royal Opera House, Covent Garden í Lundúnum.

Hanna thoraHanna Þóra Guðbrandsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akranesi árið 1996. Haustið 1999 innritaðist hún í Söngskólann í Reykjavík og hafa kennarar hennar þar verið Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Þaðan lauk hún 8. stigsprófi vorið 2005. Hún hefur stundað söngnám í Kaupmannahöfn, Osló og Berlín síðustu árin. Hún hefur sótt meistaranámskeið og söngtíma hjá ýmsum kennurum m.a.Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Krisjáni Jóhannsyni, André Orlowitz, Lauru Brooks Rice, Janet Williams, Kristni Sigmundssyni, Jónasi Ingimundarsyni og Margaret Singer.

Elfa DrofnElfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran stundaði framhaldsnám í Glasgow við The Royal Conservatoire of Scotland þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá óperudeild skólans sumarið 2014 undir handleiðslu Clare Shearer. Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir leiðsögn Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa býr og starfar á Íslandi þar sem hún er meðlimur í kór íslensku óperunnar og kemur fram sem einsöngvari við hin ýmsu tilefni.

NataliaNathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran lauk 8.stigs prófi árið 2008 frá Nýja Tónlistarskólanum og naut þar leiðsagnar Alinu Dubik mezzósópransöngkonu. Fyrstu söngtímana tók hún í St. Pétursborg í Rússlandi þegar hún var þar í háskólanámi. Hún stundaði síðan nám hjá John A. Speight í Tónskóla Sigursveins, var einn vetur í Söngskólanum í Reykjavík hjá Elísabetu Eiríksdóttur auk þess sem hún tók einkatíma bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. Nathalía var einn af sigurvegurum í keppninni „Ungir einleikarar“ árið 2009 og kom í kjölfarið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2010 varð Nathalía í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni í Veróna á Ítalíu. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar, Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku óperunnar og verið mjög virk í tónleikahaldi m.a. á Tíbrártónleikum, í Gerðubergi, Sigurjónssafni, í Hörpu ofl. Hún hefur tvívegis verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikum hennar hefur verið bæði útvarpað og sjónvarpað hjá Ríkisútvarpinu. Nathalía hefur einnig komið fram á tónleikum í St.Pétursborg í Rússlandi, þar sem hún söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur í St.Pétursborgar-Kapellunni árið 2014 og ári síðar í Púshkin safninu í Moskvu með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Haustið 2016 fór hún með hlutverk Olgu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky og hefur verið ötul í tónleikahaldi síðustu ár.

Edda BjörkEdda Björk Jónsdóttir sópran er fædd í Reykjavík 1987. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2007 og BA í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands 2014. Edda Björk hóf tónlistarnám einungis 6 ára að aldri við Tónlistarskólann í Kópavogi. Þar lærði hún á þverflautu og spilaði hún auk þess með Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar í mörg ár. Árið 2007 hóf Edda Björk söngnám, fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og síðar meir í Söngskóla Sigurðar Demetz. Helsti söngkennari hennar var Dóra Reyndal og lauk Edda Björk burtfararprófi undir hennar handleiðslu árið 2015. Edda Björk stundar nú nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Edda Björk hefur sungið í mörgum kórum, þar á meðal, Kordíu kór Háteigskirkju, Kammerkór Norðurlands og Ægisif. Vorið 2018 söng hún með kór Söngskóla Sigurðar Demetz í uppfærslu The Phantom of the Opera í Hörpu og Fílharmóníukórnum í uppfærslu Moulin Rouge í Hörpu og Hofi. Edda Björk fór með sitt fyrsta sólóhlutverk í uppfærslu á óperunni The Old Maid and the Thief eftir Menotti sem var flutt á Akureyrarvöku 2017, en þar söng hún hlutverk Miss Pinkerton. Edda Björk hefur auk þess unnið sem útsetjari og hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir kóra og minni sönghópa.

PALL_web-22Páll Palomares er einn af fremstu fiðluleikurum landsins. Hann hóf fiðlunám sex ára gamall undir handleiðslu foreldra sinna, Unnar Pálsdóttur og Joaquín Palomares. Hann gegnir nú stöðu leiðara 2. fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áður gegndi hann sömu stöðu hjá Randers Kammerorkester í Danmörku. Hann hefur leikið fjölda einleikskonserta með hljómsveitum á íslenskri og erlendri grundu og ber þar hæst að nefna Sibelius- og Tchaikovski´s fiðlukonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Brahms fiðlukonsert með Sinfóníuhljómsveit Árósa og Árstíðirnar eftir Vivaldi með Orchestra Femminile Italiana. Fyrr á þessu ári lék Páll fiðlukonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Torrevieja. Páll er jafnframt virkur í kammertónlist og hefur haldið tónleika víða í Evrópu; á Íslandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Færeyjum, Danmörku og Hollandi. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun á ferli sínum. Hann var sigurvegari íslensku keppninnar ,,Ungir einleikarar”  árið 2007, hlaut verðlaun í alþjóðlegu keppninni ,,Danish String Competition” árið 2014 auk fjölda annarra verðlauna í keppnum Konunglega Tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Páll hefur sótt masterklassa hjá mörgum af virtustu fiðluleikurum heims. Meðal þeirru eru Guilles Apap, Pekka Kuusisto, Noah Bendix-Balgley og Nikolaj Znaider. Hann lauk meistaragráðu við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn árið 2015 og stundar nú sólistanám við sama skóla undir handleiðslu fiðluleikarans Serguei Azizian. Hann lauk einnig bakkalárgráðu í hinum virta Hochschule für Musik “Hanns Eisler” í Berlín árið 2013. Kennari hans var Prof. Ulf Wallin. Áður en Páll hóf námsferil sinn erlendis lauk hann námi við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands þar sem hann naut leiðsagnar Margrétar Kristjánsdóttur og Auðar Hafsteinsdóttur.

Olof og bjarniÓlöf Sigursveinsdóttir hefur verið frumkvöðull í tónlist allt frá því hún flutti heim eftir þrettán ára dvöl í Þýskalandi árið 2008 þar sem hún starfaði við tónlist. Hún hóf kornung nám í Tónskóla Sigursveins hjá Noru Kornbluh og síðar hjá Gunnari Kvaran og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Hún lauk Diplomi í sellóleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart og síðar einleikaraprófi með hæstu einkunn. Samhliða náminu sótti Ólöf nám í hljómsveitar- og kórstjórn og hóf á námsárum að starfa sem kórstjóri og hljómsveitarstjóri. Ólöf sótti annað nám árið 2005-2007 við fjölmiðladeild Tónlistarháskólans í Karlsruhe og starfaði um tíma í morgunútvarpi SWR/Süd-West-Rundfunk. Ef tir heimukomu til Íslands árið 2008 hóf hún að vinna að framsæknum tónlistarþáttum á Rás 1 í nokkur ár en snéri sér síðar alfarið að sellóleik og hefur starfað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu ár. Ólöf hefur haldið fjölda einleikstónleika með píanistum eins og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Jane Ade og Agnieszku Bryndal. Ólöf stofnaði ásamt vinum  ReykjavíkBarokk sem síðan árið 2012 hefur gengið veginn fremst í flutningi á barokktónlist eftir konur hérlendis. Þar starfar Ólöf m.a. með systur sinni Diljá Sigursveinsdóttir.  Til að hasla sér völl sem hljómsveitarstjóri stofnaði Ólöf Íslenska strengi árið 2017 ásamt kollegum m.a. úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Íslenskir strengir hafa frumflutt tónverk eftir kventónskáld og nú síðast stjórnaði Ólöf frumflutningi á nýju verki eftir Birgit Djupedal í Hörpu í janúar sl.  Nýjasta verkefni Ólafar er samvinna við kór Hreiðars Inga Þorsteinssonar, Ægisif, og munu þau standa saman að frumflutningi á nýju verki eftir Hjálmar H. Ragnarsson í nóvember nk. Ólöf hefur verið framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Berjadaga tónlistarhátíðar frá árinu 2014. Þar eru henni fremst í huga einkunnarorð hátíðarinnar ,,Náttúra og listsköpun”, enda eyddi Ólöf sumrum hjá ömmu sinni í Garðshorni við Ólafsveginn og þykir hvergi betra að vera en í Ólafsfirði. 

Marta Guðrún HalldórsdóttirMarta Guðrún Halldórsdóttir tók sín fyrstu skref í tónlistarlífinu sem meðlimur Hljómeykis á Sumartónleikum í Skálholti á sínum unglingsárum. Að loknu söngnámi í Þýskalandi árið 1993 hefur hún starfað sem söngkona og söngkennari og komið fram með helstu kórum, hljómsveitum og kammerhópum hér á landi. Marta hefur verið í fremstu röð túlkenda á sviði samtímatónlistar. Hún hefur frumflutt og hljóðritað íslensk verk og flutt íslenska tónlist á tónleikaferðum m.a. í Japan og víða í Evrópu. Marta hefur farið með aðalhlutverk í óperum og söngleikjum í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, verið atkvæðamikil í flutningi barrokktónlistar og hefur unnið með fjölmörgum listamönnum á því sviði. Marta hefur lagt rækt við íslenskan tónlistararf og flutt íslensk þjóðlög í útsetningum ýmissa tónskálda, gjarnan með Erni Magnússyni píanóleikara. Þau eru stofnendur smásveitarinnar Spilmanna Ríkinis sem flytur gamla íslenska tónlist á forn íslensk hljóðfæri. Marta Guðrún hefur stjórnað Hljómeyki frá árinu 2011.

Örn MagnússonÖrn Magnússon lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 1979 og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London. Hann hefur haldið fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur bæði sem einleikari og í kammertónlist. Örn hefur komið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum í Japan, Noregi, Finnlandi, Ungverjalandi og víðar. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2001 ásamt Finni Bjarnasyni söngvara, fyrir hljómdiskinn með Söngvum Jóns Leifs. Örn starfar nú sem organisti Breiðholtskirkju auk þess sem hann er meðlimur í tónlistarhópnum Silmenn Ríkínís.

Hundur í óskilm myndHljómsveitin  Hundur í óskilum er skipuð Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Hljómsveitin var stofnuð  á síðustu öld upp úr leifum hljómsveitarinnar “Börn hins látna” sem einnig var skipuð þeim Hjörleifi og Eiríki. Hundur í óskilum hefur frá upphafi fengist við tónlistarflutning, enda meðlimir hennar báðir tónlistarmenn. Tónlist Hunds í óskilum spannar allar nótur tónstigans og einkennist bæði af söng og hljóðfæraleik. Á ferli sínum hefur hljómsveitin komið fram á mörgum opinberum stöðum og hafa þeir félagar þá oftar en ekki tekið lagið og leikið undir á hljóðfæri sín. Hafa áheyrendur gert góðan róm að tónlistarflutningi þeirra og klappað á eftir hverju lagi. Á síðari árum hefur sveitin einkum látið að sér kveða á leiksviði og unnið þá gjarnan til grímutilnefninga og -verðlauna. Sveitin hefur gefið út tvær plötur og DVD disk er ættu að vera til á hverju menningarheimili.

IMG_535_6_2Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran. Sigrún hóf söngnám hjá Guðrúnu Sveinsdóttur og Engel Lund við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún við Royal Academy of Music í London hjá Marjorie Thomas, í Kalamazoo, Bandaríkjunum í söngstúdíói Fay Smith og við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sigrún hefur komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, sungið hlutverk í Íslensku óperunni, starfað með sönghópnum Hljómeyki og komið fram á tónleikum hér heima og erlendis. Sigrún kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Sigursveinn - Version 3Sigursveinn Magnússon. Að loknu nám hér heima í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar stundaði Sigursveinn Magnússon framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og síðar við Western Michigan University í Bandaríkunum. Þessi ár lagði hann stund á nám í hornleik, píanóleik og hljómsveitarstjórn. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Vínarborg og dvaldi eitt námsár í Danmörku. Ásamt störfum sínum sem tónlistarskólastjóri hefur Sigursveinn starfað að félags- og skipulagsmálum á sviði tónlistar, verið virkur sem útsetjari, kvæðamaður, kórsöngvari og meðleikari og stjórnað hljómsveitum og kórum.

 

 

montagnole