Fyrri upphafstónleikar: Íslenskt!

Fimmtudagur 1. ágúst kl. 20:00 í Ólafsfjarðarkirkju

Spilmenn Ríkínís
Marta Guðrún Halldórsdóttir
Örn Magnússson
Halldór Bjarki Arnarson
Ásta Sigríður Arnardóttir

Örn Magnússon organisti og stofnandi hátíðarinnar á stóran þátt í upphafstónleikum Berjadaga 2019, en Örn ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og börnum þeirra, Ástu Sigríði og Halldóri Bjarka, koma fram undir merkjum Spilmanna Ríkínis.

Ómþýða og lágstemmd fegurð er lýsandi fyrir flutning þeirra á íslenskum þjóðlögum sem þau hafa tileinkað vinnu sína undanfarin ár. Saman hafa þau Örn og Marta haft veg og vanda að því að kynna af krafti íslenskan tónlistararf og gömul hljóðfæri og með því stuðlað að vakningu á þjóðararfinum.

Baðstofustemmning Spilmanna Ríkínís einkennir fyrri hluta kvöldsins og eftir tónleikana geta gestir komið sér fyrir í Tjarnarborg þar sem brasilísk hljómsveit stígur á svið kl. 22:00 til að skemmta Ólafsfirðingum og gestum hátíðarinnar við opinn bar.

Stakur aðgöngumiði: 3.000 kr. / Aðgöngumiði á báða upphafstónleika: 4.000 kr.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Seinni upphafstónleikar: Brasilískt!

Fimmtudagur 1. ágúst kl. 22:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Brasilísk hljómsveit Berjadaga
Femke Smit
Rodrigo Lopes
Rodrigo Guito Thomas
Stefán Daði Ingólfsson

Rodrigo Lopes og Rodrigo Guito Thomas eru nafnar sem búa í Ólafsfirði og koma reglulega fram sem fulltrúar brasilískrar tónlistar á Íslandi. Hljómsveitin Brasilískt! kemur fram í fyrsta sinn að tilefni Berjadaga. Söngkonan Femke Smit kemur frá útlöndum til að syngja brasilísk lög með nöfnunum og hinn alkunni Stefán Daði Ingólfsson bassaleikari verður einnig á staðnum. Brasilíska tónlistin í Tjarnarborg mun kallast skemmtilega á við íslensku tónlistina í Ólafsfjarðarkirkju þetta upphafskvöld.

Gestir mega búast við frábærri hátíð þar sem fara saman ólíkar stefnur í tónlist í flutningi fremstu listamanna landsins í bland við hina erlendu listamenn. Þetta fimmtudagskvöld slær tóninn að magnaðri dagskrá.

Stakur aðgöngumiði: 3.000 kr. / Aðgöngumiði á báða upphafstónleika: 4.000 kr.

mirtillo

Dvalarheimilið  Hornbrekka

Föstudagur 2. ágúst kl. 15:30 

Venju samkvæmt flytja listamenn úrval af dagskrá Berjadaga.
Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Hátíðarkvöld í kirkjunni

Föstudagur 2. ágúst kl. 20:00 í Ólafsfjarðarkirkju

Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari leiðir hvern listamanninn fram af öðrum í hinni margrómuðu Ólafsfjarðarkirkju. Tónlistaratriðin spretta fram hvert af öðru og á boðstólum er spennandi efnisskrá eins og hún gerist best á Berjadögum. Fögnuður áheyrenda síðastliðið sumar er enn í minnum hafður og tilhlökkunin engu minni í ár. Þess má geta að Elmar Gilbertsson tenórsöngvari syngur þetta kvöld og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir kemur aftur fram á Berjadögum, en hún er Ólafsfirðingum að góðu kunn. Tónskáld á borð við Söru Blandon, Báru Grímsdóttur, Johann Sebastian Bach, Jón Nordal, Sigursvein D. Kristinsson og Atla Heimi Sveinsson setja mark sitt á efnisskrána sem á köflum mun einkennast af kátínu. „Myndir á þili“ eftir Jón Nordal hljómar í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur sellóleikara og Bjarna Frímanns og fiðluleikarinn Páll Palomares leikur verk fyrir fiðlu og píanó, en listræn atburðarás kvöldsins er í höndum Ólafar.

Flytjendur á tónleikunum eru Bjarni Frímann Bjarnason, Elmar Gilbertsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ágúst Ólafsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Páll Palomares og Hugi Jónsson.

Stakur aðgöngumiði: 3.500 kr. / Hátíðarpassi: 8.500 kr.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Hjörleifur Hjartarson
Eiríkur Stephensen

Eftir að hátíðartónleikunum lýkur kemur Hundur í óskilum fram undir berum himni við kirkjuna. Gamla safnaðarheimilið verður opnað gestum og gangandi og hægt verður að njóta það sem eftir lifir nætur við eld, söng og jafnvel kukl. Góða skemmtun!

Allir velkomnir!

mirtillo

,,Krákan situr á steini”

Komdu að syngja og dansa við norræn þjóðlög!

Laugardagur 3. ágúst kl. 10:30-11:30 í Ólafsfjarðarkirkju

Tónlistarsamverustund fyrir börn, unglinga, foreldra, afar og ömmur á öllum aldri. Samverustundin er byggð á vel heppnuðum menningarverkefnum, ,,Krákan situr á steini” og ,,Móðir mín í kví, kví” sem fiðlukennarinn og tónmenntakennarinn Diljá Sigursveinsdóttir leiddi á vegum Tónskóla Sigursveins, Hólabrekkuskóla og Norræna hússins á Barnamenningarhátíð 2019.

Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Laugardagur 3. ágúst kl. 12:00 -14:00

Ólafsfirðingurinn María Bjarney Leifsdóttir leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru landsins. Létt ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu. Á leiðinni leynast sveppir og fjallagrös.

Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Ítalskt og rússneskt!

Laugardagur 3. ágúst kl. 20:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Nú er komið að uppfærslu á óperu í Menningarhúsinu Tjarnarborg! Einvalalið íslenskra söngvara flytur fyrsta þátt La Traviata eftir Giuseppe Verdi. Óperan verður flutt í sviðsuppfærslu undir styrkri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar sem situr við flygilinn. Með aðalhlutverk fara Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Jón Þorsteinsson og Ágúst Ólafsson og ásamt þeim kemur fram glæsilegur einsöngvarakór. Óperuflutningurinn tekur um 25 mínútur og seinni hluti kvöldsins helgast af rússneskum og ítölskum galsa. Þegar galsinn færist í aukana getur ýmislegt óvænt gerst og einsöngvarar á borð við hina rússneskættuðu Nathalíu Druzin Halldórsdóttur stíga á svið.

Einsöngvaralið og óperukór Berjadaga skipa Ágúst Ólafsson, Björg Jóhannesdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Elmar Gilbertsson, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hugi Jónsson, Ingrid Nutgeren, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Jón Þorsteinsson, Lilja Gísladóttir, Nathalia Druzin Halldórsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Sigrún Pálmadóttir og Tómas Haarde.

Stakur aðgöngumiði: 4.000 kr. / Hátíðarpassi: 8.500 kr.

mirtillo

Berjabrunch með Femke Smit og félögum

Sunnudagur 4. ágúst kl. 10-13 á Kaffi Klöru 

Jazz og morgunmatur á Kaffi Klöru og Berjadögum lýkur með glans!
Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Berjamessa

Sunnudagur 4. ágúst kl. 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju

Listamenn af Berjadögum koma fram.

 

montagnole