Fimmtudagur 30. júlí

Upphafskvöld með pragt!  – Skíðaskálinn/Ólafsfjörður 75 ára

20:00 Hugarflæði virkjað með Jóni Thoroddsen heimspeking
21:45 ,,Óværan kveðin burt” á palli Skíðaskálans
22:15 ,,Sögurölt” með Guðmundi Ólafssyni. Rölt af stað með Guðmundi. Hann segir okkur frá bænum og ,lítur um öxl´!

Kvæðamenn: Hjörleifur Hjartarson, Sigursveinn Magnússon, Kristín Lárusdóttir og Jón Thoroddsen

Jón Thoroddsen heimspekingur hefur beitt spjalltækni sinni um árabil og er höfundur bókarinnar Spurningar og samræðulist. Hann gengur útfrá því að allir geti beitt heimspekilegri hugsun og talar beint til gesta.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

 mirtillo

Föstudagur 31. júlí

17:00 ,,Hljóðmynd” – 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar – Síðdegisstund í Pálshúsi. 
Ólöf Sigursveinsdóttir leikur sjöttu einleikssvítu J.S.Bach við myndlistarverk Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar.

Listamaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson segir svo um verkefnið ,,Hljóðmynd”

6. Sellósvíta Bachs

Þetta verkefni er samstarfsverkefni með sellóleikarannum Ólöfu Sigursveinsdóttur. Hér túlkum við bæði eitt af höfuðverkum tónlistarsögunnar: Hina sjöttu sellósvítu Bachs. Ólöf leikur verkið og  ég tek að mér að túlka verkið í litum. Fyrir mig er þetta að vissu leyti framhald á tilraunakenndri kennslu sem ég hef staðið fyrir við Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Þar hef ég þróað aðferðir við að túlka tónlist með litum. Ég hef tamið mér mikla einbeitingu í gegnum nákvæma vinnu mína með náttúruna, ákaflega hæg og yfirveguð vinnubrögð þar sem tengingin við viðfangsefnið er alger. Þetta ætla ég nýta mér við vinnuna með Bach. Með djúpri og endurtekinni hlustun og mikilli reynslu minni í meðferð lita tel ég mig geta skapað trúverðuga hliðstæðu við verk Bachs. Í gegnum feril minn hef ég unnið með ákveðið form “randamynda” sem ég tel að henti frábærlega sem tæki til að fanga tónlist. Þessi vinna hefur þróast á þann veg að um verður að ræða þrívtt málverk sem stendur saman af um 50 stöngum 220 cm háum og 3-12 cm breiðum sem málaðar eru á öllum hliðum í litum sem ég dreg upp úr tónverki Bachs. Þetta verk verður sýnt ásamt flutningi Ólafar á sellósvítunni. Hér má sjá verkið í vinnslu.

20:00 Upphafstónleikar Berjadaga / Bjarni Frímann leiðir Kammersveitina Elju

Bjarni Frímann Bjarnason hefur komið fram á Berjadögum á undanförnum árum. Nú kemur hann fram sem hljómsveitarstjóri með kröftugum hópi, Elju kammersveit sem er skipuð 26 upprennandi hljóðfæraleikurum. Elja hefur undanfarin ár skipað sér sess sem ein af fremstu kammersveitum landsins og hefur vakið athygli fyrir líflegan og ferskan flutning. Kammersveitin hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2019 sem flytjandi ársins (hópar) í flokknum Sígild- og samtímatónlist.

Harmónikkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frumflytur nýjan íslenskan harmónikkukonsert úr hendi Finns Karlssonar með hópnum. Þau leika einnig spennandi verk eftir Caroline Shaw og Igor Stravinsky. Hljómsveitin lýkur efnisskránni á ,ítölsku sinfóníunni´eftir Felix Mendelsohn! Tónleikarnir er upptaktur þeirra á tónleikaferð um landið.

Elja kemur einnig fram daginn eftir á ,Óperukvöldi við tjörnina’ laugardaginn 01. ágúst kl. 20!

Flytjendur á tónleikunum:

Elja Kammersveit

Einleikari: Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmonikka

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

www.eljaensemble.com
www.instagram.com/eljakammersveit

Miðaverð er 3.000 kr.

Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.

Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Hlekkur á miðasölu er hér!

mirtillo

Laugardagur 1. ágúst

10:00-12:00 ,,Náttúra og listsköpun”

Gróðursetning á vegum Skógræktarfélags Fjallabyggðar. Staðsetning gefin út síðar. Öllum gefst kostur á að gróðursetja plöntur og drekka kaffi og meððí útí náttúrunni. Umsjón: Anna María Guðlaugsdóttir. 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar

Allir velkomnir. 

13:30 Myndlistasýning og Pálshús opnun efri hæðar. 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar

Myndlistarsýning og vígsla Pálshúss, opnun efri hæðar.

Tinna Gunnarsdóttir og Sigtryggur Baldvin Baldvinsson sýna myndverk.

Íbúum boðið uppá kaffi og grill við Pálshús.

  • Ávarp
  • Kaffi, afmælisterta, grillaðar pylsur og drykkir
  • Tónlistaratriði
  • Hoppukastalar fyrir börnin

16:00 „Horfðu glaður um öxl“ í flutningi Leikfélags Fjallabyggðar í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Félagar úr Leikfélagi Fjallabyggðar flytja dagskrá úr söguannál „Horfðu glaður um öxl“ sem fluttur var 1995 þegar Ólafsfjörður átti 50 ára kaupstaðarafmæli. Guðmundur Ólafsson tók saman. 

Hrólfur Sæmundsson baritón og Sigrún Pálmadóttir sópran syngja við undirleik Elju kammersveitar aríur eftir Georg Friedrich Händel, Giuseppe Verdi og Richard Wagner! Í tilefni 250 ára afmælis Beethoven leikur Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson saman sónötu nr. 2 í g-moll fyrir píanó og selló. Þorsteinn Gauti leikur einnig einleik á flygilinn í Tjarnarborg verk eftir Edvard Grieg og Maurice Ravél. ,Veisla söngs og leiks´ lýsir þessari kvöldstund þar sem tónlistin sprettur fram í ýmsum myndum og formum!

Flytjendur:

Hrólfur Sæmundsson barítón, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Sigrún Pálmadóttir sópran, Þorsteinn Gauti Sigurðsson piano, Elja Kammersveit o.fl.

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

Listrænn stjórnandi: Ólöf Sigursveinsdóttir

Miðaverð er 3.500 kr.

Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.

Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Hlekkur á miðasölu er hér!

22:00 Hundur í óskilum upp á svið! 

Eftir viðburðarríkan laugardag verður öllu tjaldað til! Hjörleifur Hjartarson og Eirikur Stephensen taka hús á Firðinum og skreyta hátíðina einsog þeir hafa áður gert í Ólafsfirði með leik og söng! Hundur í óskilum stígur á stokk!

Flytjendur: Hundur í óskilum skipa þeir Hjörleifur Hjartarson og Eirikur Stephensen

Miðaverð er 2.000 kr.

Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.

Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Hlekkur á miðasölu er hér!

mirtillo

Sunnudagur 2. ágúst

09:00 -10:30 Morgunganga II: Sveppaleiðangur inní Árdal (með Maríu Bjarneyju Leifsdóttur)

Hittumst við Kaffi Klöru kl. 8:45 og keyrum saman í bílum útá Kleifar. Allir velkomnir! 

11:00 ,,Friðarmessa” með tónlist / Ólafsfjarðarkirkja

Listamenn: Sigursveinn Magnússon píanó, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur, Jón Þorsteinsson söngur.

Prestur: Sr. Magnús Gamalíelsson

Allir velkomnir! 

13:15-14:15 Fiðluleikarinn Chrissie Telma og píanóleikarinn Einar Bjartur í Ólafsfjarðarkirkju / Hádegistónleikar 

Flytjendur:
Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðla
Einar Bjartur Egilsson píanó

Á þessum tónleikum munum við ferðast um mismunandi tímabil tónlistarsögunnar. Við byrjum á barokk tímabilinu, síðan klassíska, rómantíska og endum loks á 21. öldinni. Á dagskránni verða meðal annars hefðbundnari verk eftir Vivaldi, Mozart, Brahms og Piazzolla en einnig sjaldheyrðari verk. Þar á meðal eru skemmtileg mexíkósk verk sem aldrei hafa verið flutt hérlendis áður og jafnframt verk eftir annan flytjandann – Einar Bjart sem samið hefur falleg og aðgengileg verk fyrir píanó og strengi.
Miðaverð er 2.000 kr.

Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.
Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Hlekkur á miðasölu er hér!

15:30 Stofutónlist á Hornbrekku / Hornbrekka dvalarheimili aldraðra

Flytjendur: Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðla, Einar Bjartur Egilsson píanóleikari, Björg Þórhallsdóttir sópran og Hilmar Örn Agnarsson píanóleikari

20:00 Hátíðarkvöld í kirkjunni / Ólafsfjarðarkirkja

Á Hátíðarkvöld í kirkjunni er fluttur íslenskur sönglagaarfur og kammermúsík. Hér verða Rökkursöngvar eftir John Speight við ljóð Snorra Hjartarsonar fluttir af Hrólfi Sæmundssyni baritón, fiðluleikarinn Chrissie Thelma Guðmundsdóttir flytur einleiksverkið Frej eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur og söngvararnir Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Pálmadóttir munu syngja sig inní hjörtu Ólafsfirðinga, Siglfirðinga og annarra gesta þetta kvöld við meðleik píanóleikarans Einars Bjarts Egilssonar!

Listamenn: Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Bjartur Egilsson píanó, Sigrún Pálmadóttir sópran, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Hrólfur Sæmundsson barítón, Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðla

Listrænn stjórnandi: Ólöf Sigursveinsdóttir

Miðaverð er 3.000 kr.
Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.
Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Hlekkur á miðasölu er hér! 

 

Berjadögum lokið 2020

 

 

 

 

montagnoleg